Haust
Kartöflumauk
Kartöflumauk eitt og sér er ekki endilega lystugt né gott á bragðið en maukað saman við ýmislegt annað grænmeti er það góð viðbót í fjölbreyttri fæðu ungs barns.
Blandað grænmeti
Þegar tíminn er naumur (eins og alltaf þegar maður er með smábarn á handleggjunum) getur verið gott að mauka mikið magn í einu og frysta. Það sparar manni ómældan tíma.
Spergilkáls- og hrísmjölsmauk
Hrísmjöli má blanda við flest ávaxta- og grænmetismauk.
Tvenns konar mauk: Spergilkál og sæt kartafla með hrísmjöli
Þegar búið er til mikið magn af maukuðu grænmeti í einu er um að gera að prófa sig áfram með hráefni og hlutföll.
Hreinsandi peru-, gulrótar- og engifersafi
Þennan hreinsandi (detox) drykk er gott að gera í safapressu en fyrir þá sem eiga ekki slíka græju er alveg hægt að mauka perurnar í blandara en þá er drykkurinn aðeins þykkari.
Appelsínu, gulrótar og engifersdrykkur
Þessi drykkur er fullur af C vítamíni og er hreinsandi líka. Engiferið róar magann og oft hefur engifer verið talið betra en sjóveikistöflur þegar maður er sjóveikur.
Soba núðlusalat með wakame, engifer og grænmeti
Af því að ég er nýkomin frá Japan þá gat ég ekki annað en sett inn japanskan núðlurétt. Soba núðlur eru mikið notaðar í Japan og wakame sömuleiðis en wakame er þangtegund.
Möndlu- og furuhnetukaka með kremi úr sætum kartöflum
Ég átti afganga af sætum kartöflum og vissi af þessari uppskrift frá hinni frægu hráfæðiskonu Nomi Shannon (úr bókinni The Raw Gourmet).
Bakaðar sætar kartöflur með osti og tómatsalsa
Þessi uppskrift er nánast beint upp úr ofsalega góðri bók sem ég á og heitir Gluten-free Cooking. Mæli með henni fyrir þá sem þurfa að passa glútein í mat.
Brauð með sætum kartöflum, kornmjöli og hirsi
Ég bjó til þetta brauð úr afgöngum sem ég átti úr sætum kartöflum. Brauðið er trefjaríkt og ríkt af C vítamíni en verður svolítið þurrt á öðrum degi.