Haust
Graskerssúpa með grilluðu maískorni
Þessi uppskrift kemur nánast beint upp úr Delia Smith grænmetisbókinni minni (Delia's Vegetarian Collection) sem er frábær.
Töfradrykkur fyrir krakka
Þessi er heldur betur upplagður fyrir krakka. Litirnir eru svo skemmtilegir og ef maður hrærir í drykknum þá breytast litirnir eins og fyrir töfra.
Gulrótar- og bananaskonsur
Þar sem ég er akkúrat nýkomin frá Skotlandi þá get ég ekki annað en sett inn uppskrift að skonsum.
Kartöfluflögur
Kartöfluflögur.....Whaaaaaat? Jábbs. Prófið bara sjálf.
Gulrótar- og ávaxtadrykkur
Gulrætur eru yfirfullar af A vítamíni (Beta Carotene) ásamt B1, B3, B6, fólinsýrum og kalíum (potassium) og þær innihalda einnig járn.
Ananas- og bláberjadrykkur
Þessi bláberjadrykkur (smoothie) er sannkallaður vítamíndrykkur. Í bláberjum eru sterk andoxunarefni, B og C vítamín ásamt kalín og kalki og fleira.
Spaghetti með sveppum
Þetta er fín og einföld uppskrift og þurrkuðu sveppirnir gefa sterkt og gott sveppabragð.
Heitur ávaxtaeftirréttur með hnetum
Ég fékk þessa fínu uppskrift hjá Smára bróður og Önnu Kristínu konunni hans. Þetta er hollur og góður eftirréttur, fullur af vítamínum og andoxunarefnum ásamt hollri fitu úr hnetunum.
Tómatsúpa frá Zanzibar
Þessi súpa er mjög einföld og æðislega góð (auk þess að hún er að springa úr vítamínum og andoxunarefnum!).
Berja- og tofudrykkur
Þessi berjadrykkur (smoothie) er stútfullur af hollustu eins og andoxunarefnum úr berjunum ásamt próteinum, járni og C vítamíni. Mmmmmmm.