Annað

Síða 1 af 1

Hér má finna ýmsar sniðugar uppskriftir t.d að pönnukökum, vöfflum, páskaeggi, vatnsdeigsbollum, súkkulaðikremi o.fl.


Afríka í skál

Ávaxtasalat frá Afríku

Á öllum hótelum sem ég hef komið á í Austur Afríku (og þau eru mörg) er borið fram einhvers konar ávaxtasalat í bland við kökur og pönnukökur og fleira góðgæti fyrir svanga ferðamenn.

Hollir orkubitar

Banana-, döðlu- og möndlustangir

Ef þessar orkustangir koma ykkur ekki upp síðustu metrana upp fjallið þá veit ég ekki hvað gerir það. Þær eru stútfullar af próteinum, flóknum kolvetnum, hollri fitu og meira að segja kalki!

Þeyttur cashewhneturjómi

Cashewhneturjómi

Þessi rjómi er sniðugur fyrir þá sem þola ekki mjólkurvörur eða soyarjóma en vilja samt gera vel við sig t.d. á tyllidögum.

Eftirrétturinn; sumar og sólskin í glasi

Eftirréttur úr sojajógúrti

Prótín, vítamín og flókin kolvetni, kalk og engar mettaðar fitusýrur til að stífla æðarnar. Uppskriftin að hinum fullkomna eftirrétti? Já líklega.

Góður glassúr, án sykurs

Glassúr á vatnsdeigsbollur

Þessi uppskrift er afskaplega einföld og fljótleg og tekur aðeins nokkrar mínútur að henda henni saman.

Bláberjasósa, sprengfull af hollustu

Heit bláberja- og vanillusósa

Dásemdarsósa sem er (ég get svo svarið það) góð út á allt, hvort sem það er ís, í drykki (smoothie), yfir kökur, í jógúrt eða bara ein og sér upp úr pottinum.

Páskaegg með heimatilbúnu konfekti

Páskaegg

Ég hef stundum gert páskaegg úr súkkulaði í gegnum tíðina.

Er eitthvað betra en pönnsur með sultu og rjóma?

Pönnsur (pönnukökur)

Hér er fín uppskrift af speltpönnukökum. Pönnukökur með góðri hindberja- eða jarðarberjasultu (og svolítilli slettu af þeyttum rjóma) er eitt það besta sem ég fæ. Nammi namm.

Hollur íshristingur (sjeik) með jarðarberja- og rabarbarabragði

Rabarbara- og jarðarberjaíshristingur (sjeik)

Nammi nammi. Það er fátt betra en hristingur (sjeik) á heitum sumardegi og þá er ég auðvitað að meina hollur hristingur.

Fínt súkkulaðikrem á kökur

Súkkulaðikrem á köku

Fínt krem á flestar kökur. Það er ekki oft sem súkkulaðikrem er beinlínis hollt en hér er krem sem nota má með góðri samvisku og inniheldur meira að segja járn og andoxunarefni og fleira gott fyrir okkur!

Vanilluhristungur, svo miklu hollari en út úr búð en svo æðislega góður!

Vanillumjólkurhristingur (sjeik)

Þessi hristingur er upplagður á heitum sumardegi í staðinn fyrir að fara í ísbúðina, og milljón sinnum hollari líka.

Afskaplega fínar og auðveldar vatnsdeigsbollur

Vatnsdeigsbollur

Ég var hér áður fyrr ekki mikil bolludagskona og í bernsku, þegar ég fékk bollur skóf ég rjómann og sultuna úr og borðaði en henti bollunum sjálfum (eða gaf hestunum mínum), mörgum til mikillar ske

Ljómandi góðar glúteinlausar vatnsdeigsbollur

Vatnsdeigsbollur með cashewrjóma og jarðarberjasósu

Ég get sagt ykkur það...að ég fór næstum því með heilt eggjabú í tilraunir á þessum bollum. Ég keypti eggjabakka eftir eggjabakka eftir eggjabakka og þær mistókust ALLTAF.

Hollar vöfflur

Vöfflur

Það er ekki mikið hægt að segja um vöfflur nema að þær eru rosalega góðar, allavega ef þær eru hollar.