Brauðbollur
Brauðbollur eru einstaklega hentugar því það tekur stutta stund að búa þær til, þær eru fljótari að bakast en heil brauð og það besta af öllu, brauðbollur smellpassa í nestisboxið. Gott er að útbúa svolítið magn í einu og frysta. Auðvelt er að hita bollurnar aðeins upp í ofninum og þá verða þær eins og nýjar. Einnig má rista brauðbollurnar í brauðrist.
Góðar brauðbollur með öllum mat
Þessar brauðbollur er auðvelt að búa til og má setja eitthvað annað en sólþurrkaða tómata og ólífur í þær. Það er t.d. upplagt að setja rifnar gulrætur, grillaða papriku og jafnvel kúrbít út í bollurnar.
Kókosbrauðbollur
Þetta er það brauð sem ég baka sennilega hvað oftast og geri þá yfirleitt brauðbollur frekar en brauð. Mér finnst það svo létt og fínt og alveg ofsalega bragðgott.
Kókosbrauðbollur með pistachio- og heslihnetum
Þetta er rosa fín uppskrift sem við Jónsi vinur minn bjuggum til á Skóló eitt kvöldið (þ.e. í íbúðinni á Skólavörðustíg).
Ólífubrauðbollur með pestó og parmesan
Ég bjó til þessar bollur því mig langaði í bollur til að bera fram með tómatsúpunni frá Zansibar.
Skyr (kvarg) bollur
Kvarg (Quark) er fitulaus mjúkostur sem fæst t.d. í London. Hann fékkst eitt sinn á Íslandi en sölu hans var hætt, því miður enda er hráefnið eðalgott t.d. í bakaðar ostakökur.