Nasl og smáréttir
Hér má finna alls kyns smárétti og nasl sem henta sem létt máltíð, hádegismatur eða snarl.
Bruschetta (snittubrauð með tómötum, hvítlauk og ólífuolíu)
Þetta er svoooo, svoooo, svoooo góð samsetning og ekki versnar hún með vel þroskuðu avocadoi söxuðu ofan á tómatana. Namm.
Coronation kjúklingasalat
Ég hef séð coronation chicken samlokur hérna í UK og þær eru ekki mjög geðslegar, vaðandi í smurolíumajonesi og glúkósasírópi.
Ferskur aspars með appelsínu-sesamsósu
Þetta er nú eiginlega forréttur, mjög spes (en góður) á bragðið og hentar ekki með öllu. Ég hafði smjörbaunasalat í aðalrétt og þetta var mjög gott með.
Franskar kartöflur
Bíðið við , franskar kartöflur á vef CafeSigrun er það ekki prentvilla? Er konan orðin klikkuð????
Grillað brauð með tómatsósu, gulrótum og osti
Samsetningin, þ.e. gulrætur, tómatsósa og ostur hljómar kannski fáránleg en hún er líka fáránlega góð!
Hollustupoppkorn
Þetta poppkorn er alveg örugglega hollasta poppkorn sem þið getið búið til. Það er nauðsynlegt að eiga loftpopptæki (air popper) en slík tæki fást í flestum heimilistækjabúðum.
Hummus
Við fáum okkur afskaplega oft hummus og nýbakað brauð, með fullt af grænmeti og það er ofsalega góð máltíð. Maður verður alveg pakksaddur.
Hummus með grillaðri papriku
Góður hummus sem passar með nánast öllu brauði og kexi og er fín tilbreyting frá hefðbundnum hummus.
Kartöfluflögur
Kartöfluflögur.....Whaaaaaat? Jábbs. Prófið bara sjálf.
Klettasalat með rauðrófum og parmesan
Ég fékk svipað salat á krá einni í London sem er þekkt fyrir góðan mat enda er eigandi staðarins enginn annar en Gordon Ramsay.
Kryddaðar strengjabaunir
Þessi uppskrift er komin frá Tamila fólkinu í suðurhluta Indlands (reyndar fékk ég hana bara úr indverskri matreiðslubók sem ég á). Baunirnar eru gott meðlæti með ýmsum grjóna- og karríréttum.
Kúrbítshummus
Þessi uppskrift er úr Rawvolution bókinni minni sem er hráfæðisbók. Hummusinn er léttari en hefðbundinn hummus enda er notaður kúrbítur (zucchini, courgette) í stað kjúklingabauna.
Nemandanasl
Þetta er nú eiginlega engin uppskrift heldur frekar upptalning.
Sashimi túnfiskur með miso sósu
Þetta er voða gott salat, sérstaklega sem forréttur fyrir sushimatarboð. Nauðsynlegt er að nota besta mögulega túnfisk sem hægt er að fá.
Sætar kartöflur bakaðar í ofni
Þetta er nú varla uppskrift því aðferðin er svo einföld að það er næstum því hlægilegt.