Grænmeti í ofni
Það eru svo ótal margir grænmetisréttir sem henta vel í ofninn. Ég steiki aldrei grænmeti upp úr olíu (nema ég sé að snöggsteikja fyrir t.d. núðlurétt) og ég reyni að baka sem allra, allra mest því þannig er maður ekki að bæta óþarfa fitumagni við matinn. Ég steiki heldur aldrei buff eða borgara á pönnu heldur hita ég þau í ofni. Grænmetisréttir í ofni eru yfirleitt þannig að maður getur hitað þá aðeins og svo fryst til að hita upp síðar og þess vegna borgar sig yfirleitt að gera svolítið magn í einu til að eiga síðar. Þá á maður góðan lager af hollum „skyndibita” sem maður getur sótt úr eigin brunni. Það finnst mér alltaf dásamlegt (og er auðvitað bæði ódýrara og hollara en að hlaupa í búðina í hvert skipti sem maður nennir ekki að hafa til mat og elda).
Bakaðar sætar kartöflur með osti og tómatsalsa
Þessi uppskrift er nánast beint upp úr ofsalega góðri bók sem ég á og heitir Gluten-free Cooking. Mæli með henni fyrir þá sem þurfa að passa glútein í mat.
Burrito
Ef Jóhannes fær að ráða hvað eigi að vera í matinn (hann fær stundum að ráða) þá segir hann án undantekningar „mmmm burritos”.
Bygg- og cashewhnetuborgarar
Þetta eru góðir grænmetis- og hnetuborgarar sem henta vel sem hvers dags matur og gott að eiga þá í frystinum.
Eggja- og grænmetisréttur í ofni
Þessi réttur er bara svona hversdagsmatur, ekkert neitt spari en engu að síður bragðgóður, próteinríkur, magur, hollur og verulega þægilegur réttur.
Einfaldur grænmetisréttur í ofni
Þessi réttur er bæði einfaldur, hollur og ódýr (alltaf góð blanda).
Fylltar paprikur
Þessa uppskrift smakkaði ég fyrst á námskeiði hjá Sollu á Grænum kosti og birti ég uppskriftina með góðfúslegu leyfi hennar. Þetta er mjög saðsamur matur en hollur og góður þar sem í honum eru t.d.
Fylltar pönnukökur (crepes) með byggi og sinnepssósu
Nammi namm, við fórum einu sinni á veitingastað í Nice, Frakklandi og fengum okkur „crepes” þ.e. fylltar pönnukökur.
Fylltar pönnukökur (crepes) með grænmeti og byggi
Hver hefur ekki prófað franskar pönnukökur („crepes”)? Unaðslegur, en oft óhollur matur.
Fylltar pönnukökur (crepes) með hvítlaukssósu, shiitake sveppum og spínati
Þetta hráefni átti ég til í ísskápnum og ég hafði fryst pönnukökur nokkrum vikum áður. Ég tók pönnukökurnar úr frystinum og útbjó þennan fína rétt.
Grillaðir kartöflubátar með guacamole og salsa
Það er voðalega freistandi fyrir marga að leggjast í snakkát um helgar..fá sér tortillaflögur með quacamole og salsa!
Grilluð grænmetissamloka
Þessi er nú einföld en engu að síður bragðgóð og með alveg hellings grænmeti. Það er upplagt að nota afgangana úr ísskápnum í vikulok, í eina svona grillaða.
Grænmetisbaka með hnetu- og fræbotni
Þessi er upplögð fyrir þá sem eru með glúteinóþol því í bökunni er ekki þessi hefðbundni hveitibotn.
Grænmetisborgarar án lauks
Mig vantaði uppskrift að einhverju sem var ekki of sterkt, ekki með lauk eða hvítlauk, eða tómötum því við vorum að fá mömmu og pabba mat.
Gulrótarbuff
Mmm alveg ferlega góð og létt grænmetisbuff með voða lítilli fitu en heilmiklu af trefjum og vítamínum.
Heslihnetu- og grænmetisborgarar með papriku- og coriandermauki
Þetta er uppskrift, tekin nánast beint frá Deliu Smith. Hún var „prófuð” á Jóhannesi og mömmu hans þegar við bjuggum í Harrow (Bretlandi).
Hnetu- og karríborgarar
Þetta eru aldeilis fínir grænmetisborgarar og eru í ætt við karríhnetusteikina hérna á vefnum.
Hnetusteik
Þessi uppskrift kemur úr bók sem ég á sem heitir Green World Cookbook: Recipes from Demuths Restaurant og er uppskriftabók frá samnefndum grænmetisstað í Bath, Englandi.
Hnetusteik II
Þetta er hnetusteik sem ég hef stundum gert um jól og hún er frá Sólveigu á Grænum Kosti. Alveg stórgóð steik úr frábærri bók.
Karríhnetusteik
Þessi hnetusteik er hreint út sagt frábær.
Kjúklingabaunabuff með hvítlaukssósu
Þessi uppskrift kemur upprunalega úr bók sem ég á sem heitir Delias Vegeterian Collection og er ein af uppáhalds uppskriftabókunum mí
Kúskús með bökuðu grænmeti
Mér finnst kúskús gott og sérstaklega ef það er með bökuðu grænmeti eins og tómötum og paprikum. Þetta er léttur réttur og fínn í maga en tekur smátíma að hafa hann til.
Lasagna með sojakjöti
Þessi uppskrift, er blanda úr 4 uppskriftum að lasagna.
Litlar hnetusteikur með tómatsívafi
Það má útbúa stærri hnetusteik (frekar en að gera litlar hnetusteikur) en mér finnst gaman að bera fram svona litlar fyrir hvern og einn og skreyta með grjónum, salati, sósu o.fl.
Ofnbakað rótargrænmeti
Þessi uppskrift er upprunalega frá Deliu Smith sem ég held mikið upp á en ég hef þó gert örlitlar breytingar á henni (og þá er ég að meina uppskriftinni, ekki Deliu ho ho).
Palak Koftas (Kryddaðar spínatbollur)
Þetta er indversk uppskrift og nokkuð flókin en alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og spennandi!!! Bollurnar eru frekar bragðmildar og henta því vel fyrir alla fjölskylduna.