Haust
Járnríkur sellerí-, rauðrófu- og gulrótarsafi
Þessi kemur beint af beljunni svo að segja eða réttara sagt úr bókinni Innocent smoothie recipe book: 57 1/2 recipes from our kitchen to yours og er ein af mínum uppáhalds.
Hressandi morgundrykkur með sætri kartöflu
Þessi drykkur kemur manni af stað á morgnana. Það er smá leyniinnihald í uppskriftinni en það er sæt kartafla! Það er gaman að bjóða gestum upp á þennan drykk og leyfa þeim að giska á innihaldið.
Rauðrófudetoxdrykkur
Ég fann þessa uppskrift aftan á umbúðum drykkjar sem ég keypti frá Innocent hér í London en sá var einmitt detox drykkur.
Mulligatawny súpa (indversk grænmetissúpa)
Einu sinni pantaði ég Mulligatawny súpu á indverskum veitingastað á Brick Lane, London.
Skonsur með grænu tei og rúsínum
Á ferð okkur um Japan áramótin 2006-7 sáum við á fjölmörgum stöðum að verið var að selja skonsur hvers konar og oft voru þær grænleitar og var þá notað grænt te í uppskriftina.
Gulrótar-, avocado- og kartöflumauk
Þetta mauk er hentugt að því leytinu að það inniheldur flókin kolvetni og er fyllandi. Það er einnig mátulega sætt vegna gulrótanna og hentar því vel sem grunnmauk með meira grænmeti.
Sætar kartöflur og spergilkál
Sætar kartöflur eru yfirleitt mjög vinsælar hjá yngstu sælkerunum. Þær eru auðmeltar, góðar og sætar og innihalda fullt af vítamínum.
Sætar kartöflur, spergilkál, spínat og avacado
Til að koma spínati ofan í litlu krílin getur stundum þurft að dulbúa það enda er það svolítið rammt og bragðsterkt svona eitt og sér.
Spergilkálsmauk
Spergilkál (brokkolí) inniheldur járn og mikið af C, K og A vítamíni.
Fiskur með kartöflum og grænmeti
Þessi uppskrift kemur úr bæklingi sem heitir Næring ungbarna og er gefin út af Manneldisráði og Miðstöð heilsuverndar barna.