Haust
Karrípottréttur með nýrna- og kjúklingabaunum
Það sniðuga við pottrétti er að maður getur búið til heilan helling af þeim í einu og annað hvort átt mat í nokkra daga eða fryst það sem er umfram.
Grænmetismauk
Ég fann þessa uppskrift í Gestgjafanum og ég smakkaði maukið fyrst hjá Önnu Stínu mágkonu minni. Við kláruðum maukið upp til agna.
Indverskt Pachadi með blómkáli
Þessi réttur er hefðbundinn réttur frá Kerala í Suður-Indlandi og í honum er blómkálið látið marinerast í súrmjólk (eða jógúrt) áður en það er eldað.
Kryddaðar strengjabaunir
Þessi uppskrift er komin frá Tamila fólkinu í suðurhluta Indlands (reyndar fékk ég hana bara úr indverskri matreiðslubók sem ég á). Baunirnar eru gott meðlæti með ýmsum grjóna- og karríréttum.
Spínatkartöflur (Aloo Palak)
Þetta er mjög hefðbundið indverskt meðlæti sem maður pantar yfirleitt alltaf þegar maður fer á indverskan stað (bara eins og maður pantar grjón líka).
Bláberjaostakaka
Þessi uppskrift er nánast sú sama og að Ostakökunni með gríska jógúrtinu og pistachiohnetunum hérna á síðunni. Athugið að best er að útbúa kökuna deginum áður og leyfa henni að kólna í 12 klst.
Korma grænmetiréttur með raita gúrkusósu
Upplagður indverskur grænmetisréttur fyrir alla fjölskylduna. Fullur af vítamínum, próteinum, kalki, járni og trefjum.
Spínat- og osta cannelloni (fyllt pastarör)
Ég fann þessa uppskrift í einhverju eldgömlu tímariti en breytti henni aðeins.
Kryddaðir appelsínu- og gulrótarmuffins
Ég fékk þessa uppskrift úr einni muffins bók sem ég á sem heitir Muffins; Fast and Fantastic.
Gulrótarbrauð
Þetta brauð er seðjandi og hollt, inniheldur bæði vítamín og trefjar. Það er ægilega gott alveg sjóðandi heitt úr ofninum með osti ofan á. Eða mér finnst það best svoleiðis.