Salatsósur
Ég er með margar grundvallarreglur í lífinu eins og að reykja aldrei, vera kurteis og heiðarleg o.s.frv. og ein af þeim er einnig sú regla að kaupa ALDREI salatsósur í brúsa eða dós. Ég hef aldrei keypt salatsósur í brúsa eða dós og mun aldrei gera. Maður er skotfljótur að búa til fínar sósur og þær er mjög auðvelt að gera hollar og ljúffengar. Áður en þið kaupið sósu í búðinni, hugsið ykkur vel um því þær eru flestar virkilega óhollar.
Coriander og papaya raita (jógúrtsósa)
Þetta salat passar vel með ýmsum mat, þó sérstaklega vel með krydduðum indverskum mat því þetta er svona „kælisalat" :) þegar maður er alveg með logana í munninum!!!
Einfalt salat með tahini salatsósu (dressingu)
Salöt finnst mér best ef í þeim er blanda af grænu, sætu og hráu. Mér finnst sem sagt best að blanda saman grænum blöðum, svolitlu af sætu (eins og mango, eplum, jarðarberjum, vínberjum).
Grísk salatsósa
Þetta er holl og góð sósa sem hentar með alls kyns mat, t.d. grænmetisbuffum, niðurskornu grænmeti, grillmat, á salöt o.fl.
Grísk tzatziki ídýfa
Þetta er fín ídýfa t.d. með brauði en einnig er gott að nota hana með alls konar grilluðum mat.
Hvítlauksjógúrtsósa
Þetta er létt og fín sósa með t.d. niðurskornu grænmeti, grænmetisbuffum og borgurum o.s.frv. Hún hentar einnig einstaklega vel með grillmat hvers konar sem og bökuðum kartöflum.
Mangokarrísósa
Þessi uppskrift hentar með alls kyns mat, t.d. kjúklingi og fiski og einnig með alls kyns grænmetisréttum, helst þá af indverskum toga. Létt og góð sósa og passlega sterk!
Pítusósa
Þessi létta pítusósa er nú tööööööluvert hollari en hefðbundin pítusósa sem er bara eitrað kransæðakítti. Þessi pítusósa passar vel með pítubrauði, sem ídýfa eða ofan á salat.
Raita gúrkusósa
Þetta er sósa sem er oft notuð með indverskum mat því hún „kælir" munninn ef maður er að borða eitthvað sterkt. Þetta er líka fín ídýfa fyrir alls kyns niðurskorið grænmeti.
Sinnepssósa
Þessi sinnepssósa er holl og góð og passar með alveg ótrúlegum fjölda af uppskriftum.