Kökur

Síða 1 af 2

Miðað við hversu margar kökur ég baka ár hvert og miðað við hversu margar kökur ég borða ár hvert, er hreinlega magnað að ég sé í kjörþyngd (og undir meira að segja). Ég held reyndar að það sé vegna þess að kökurnar eru svo hollar og innihalda ekki tómar og gagnslausar hitaeiningar. Kökurnar eru ekki hlaðnar hvítum sykri, smjöri, rjóma, flórsykri, litarefnum eða öðru sem er óhollt. Þær innihalda hrásykur (Rapadura hrásykur sem er hráasta afbrigðið af hrásykri), agavesíróp eða hreint hlynsíróp, spelti, barnamat (ávaxtamauk), kókosolíu, hnetur, þurrkaða ávexti og fleira sem er hollt fyrir okkur. Kökurnar mínar eru þannig að hver sneið á að gefa manni góða orku. Enda eru kökurnar stútfullar af góðri orku, sérstaklega þær sem innihalda hnetur og þurrkaða ávexti, orkan í þeim gæti komið manni til tunglsins.

Það er einfalt að búa til hollar kökur og maður ætti að leggja lag sitt við að bjóða allavega upp á eina slíka t.d. í afmælum. Oft eru það reyndar kökurnar sem klárast fyrst!


Afmælisdöðlutertan sígilda og góða

Afmælisdöðluterta

Ég hef gert þessa köku fyrir ótal afmælisveislur, fermingarveislur, jólaboð, kaffiboð o.fl.

Afrískt kökubrauð (eða teabread)

Afrískt sítrónu- og appelsínukökubrauð með birkifræjum

Þetta kökubrauð passar vel sem létt síðdegiskaka/brauð með kaffi eða tei. Þessa köku er best að bera fram sama dag og hún er bökuð en einnig má frysta hana og jafnvel rista sneiðarnar.

Appelsínu- og engiferkaka, glúteinlaus

Appelsínu- og engiferkaka

Þessi kaka er án glúteins og hentar því vel fólki sem þolir glútein illa eða hefur ofnæmi fyrir því. Kakan er mjög góð með kaffinu og er frískleg á bragðið.

Bláberjaostakakan góða

Bláberjaostakaka

Þessi uppskrift er nánast sú sama og að Ostakökunni með gríska jógúrtinu og pistachiohnetunum hérna á síðunni. Athugið að best er að útbúa kökuna deginum áður og leyfa henni að kólna í 12 klst.

Hollir og góðir bitar, tilvaldir í nestið

Döðlu- og appelsínubitar

Valhnetur eru algjörar galdrahnetur, stútfullar af omega 3 fitusýrum sem eru svo góðar til að sporna gegn hjartasjúkdómum og of háum blóðþrýstingi.

Einföld og holl bananakaka

Döðlu- og bananakaka

Ok í fyrsta skipti sem ég gerði þessa köku, notaði ég bókhveiti og ég sver það, botninn varð á litinn og bragðið eins og sement, hvorki ég né Jóhannes gátum borðað kökuna, jakk.

Epla- og valhnetubaka

Epla- og valhnetubaka

Þessi baka er alveg svakalega holl því hún inniheldur holla fitu (omega 3 fitusýrur) úr valhnetunum sem og prótein, trefjar, flókin kolvetni og annað gott fyrir okkur.

Ljúf og einföld eplakaka

Eplakaka

Þetta er hollari útgáfa af hefðbundnum sykurleðju-hveiti-smjör eplakökum en stendur engu að síður vel fyrir sínu.

Ljúf og góð eplakaka

Eplakaka Sigrúnar Erlings

Þessa uppskrift af eplaköku gaf Sigrún Erlings, mágkona mín mér. Hún sagði að allir á heimilinu lofuðu hana í hástert og þar sem hún er holl líka hentaði hún vel mínum búskap og eldhúsi!!!

Nammi namm þessi kaka er algjört sælgæti

Franska súkkulaðikakan hennar Lísu

Lísa Hjalt vinkona mín er mögnuð kona og þriggja barna móðir, ein af þessum íslensku ofurkonum sem virðast geta allt.

Gulrótarkakan (allra fyrsta kakan sem ég bakaði)

Gulrótarkaka (sú allra fyrsta!)

Þessi kaka er allra, allra, allra fyrsta kakan sem ég „bakaði” á ævinni og ég var orðin 24 ára!!!

Gulrótarkaka með döðlu-aprikósukremi

Þessi gulrótarkaka er svolítið öðruvísi en maður á að venjast. Munið að í venjulegu gulrótarkökukremi fara um það bil 200 g af rjómaosti ásamt flórsykri og fleiri miður hollu.

Alvöru gulrótarkaka en ekki með óhollu kremi!

Gulrótarkaka með kremi

Sumir fá sér gulrótarkökusneið á kaffihúsum af því „eitthvað með gulrótum HLÝTUR að vera hollt, ekki satt&rd

Gulrótarkaka sem lítur út eins og óholl kaka en er voða holl

Gulrótarkaka með möndlu- og kókoskremi

Kaka sem er best á þriðja degi! Hún er full af kalki, próteinum, hollri fitu og milljón vítamínum.

Haframjölsterta

Þessi haframjölsterta er nú ekki eins klessulega óholl og venjuleg haframjölsterta en er engu að síður alveg prýðileg.

Bláberjasósa, sprengfull af hollustu

Heit bláberja- og vanillusósa

Dásemdarsósa sem er (ég get svo svarið það) góð út á allt, hvort sem það er ís, í drykki (smoothie), yfir kökur, í jógúrt eða bara ein og sér upp úr pottinum.

Holl sæla

Hjónabandssæla

Þegar ég var yngri hélt ég að hjónabandssæla héti hjónabands-æla (og hélt alltaf að verið væri að gera grín að hjónabandi með því að gera svona ljóta köku því ekki eru hjónabandssælur nú sérstaklega fallegar).

Hjónabandssælan hennar mömmu

Hjónabandssælan hennar mömmu

Mamma mín heitin var afbragðs hjónabandssælubakari. Hún bakaði gjarnan á haustin og gaf til vina og ættingja sem fóru lukkulegir heim með hjónabandssælu undir arminn.

Kaka með kremi úr sætum kartöflum

Möndlu- og furuhnetukaka með kremi úr sætum kartöflum

Ég átti afganga af sætum kartöflum og vissi af þessari uppskrift frá hinni frægu hráfæðiskonu Nomi Shannon (úr bókinni The Raw Gourmet).

Ostakaka með grísku jógúrti, pistachiohnetum og hunangi

Ostakaka með grísku jógúrti, pistachiohnetum og hunangi

Sko, þessi ostakaka hét fyrst curd ostakaka en curd er enska fyrir ysting og mér fannst ekki hægt að nefna kökuna ystingsostaköku, hljómar ekki beint girnilega.

Ostakaka með rifsberjum

Ostakaka með rifsberjasósu

Það verður eiginlega að teljast ótrúlegt að þessi uppskrift er sú fyrsta sem ég geri á ævinni sem inniheldur rifsber. Ég hef aldrei búið til rifsberjahlaup, rifsberjasultu né nokkuð annað.

Dásamleg rabarbarabaka

Rabarbaracrumble (rabarbaramylsnubaka)

Ég á algjörlega tröllvaxinn rabarbara. Svo tröllvaxinn að stönglarnir ná rúmum metra á hæð (mínus blöðin sem eru eins og regnhlífar að stærð).

Massíf jólakaka

Súkkulaðiávaxtakakan hennar Nigellu

Þessa uppskrift sendi Lísa Hjalt vinkona mín mér. Upprunalega er uppskriftin frá Nigellu Lawson en ég er búin að gera hana hollari.

Fitulítil súkkulaðikaka

Súkkulaðikaka í magrari kantinum, með kremi

Þetta er prýðileg „súkkulaðikaka” og já, já, já ég veit að hún er ekkert í líkingu við djúsí, franska súkkulaðiköku en maður þarf þó ekki að hafa samviskubit yfir stífluðum æðum og 100 aukakílóum!

Súkkulaðiostakaka

Ostakökur eru yfirleitt ekki hollar. Punktur. Hvað þá súkkulaðikökur.