Brauðhleifar

Síða 1 af 1

Ég verð að viðurkenna að ég er hrifnari af brauðbollum en brauðhleifum og ástæðan er sú að brauðbollurnar eru svo ósköp fljótlegar og þær eru tilbúnar eftir 25 mínútur í ofninum. Það er reyndar mjög gott að nýta alls kyns grænmeti í brauðhleifa eins og t.d. blaðlauk, gulrætur, kúrbít, papriku o.fl. og maður getur skorið brauðið í sneiðar, fryst og svo hitað sneiðarnar í brauðrist. Það er einfalt, ódýrt og hagkvæmt. Gætið þess bara að brauðin verði ekki of blaut (þ.e. deigið) því þá verða þau þung og óspennandi og geta verið óbökuð í miðjunni. Best er að deigið sé ekki það þunnt að það myndi leki af sleif og heldur ekki það þurrt að hægt væri að hnoða það.


Brauð með graskers- og sólblómafræjum (án glúteins)

Brauð með graskers- og sólblómafræjum

Þetta er fyrsta glúteinlausa brauðið sem ég set inn á vefinn. Ég gerði þetta brauð örugglega 100 sinnum því það misheppnaðist alltaf en þessi uppskrift á að vera skotheld!

Einfalt og gott brauð

Brauð með kryddjurtum og vorlauk

Þetta er auðvelt brauð að búa til og svolítið öðruvísi með skemmtilegri áferð af sojamjölinu.

Einfalt og gott brauð

Brauð með öllu mögulegu í

Þetta er fyrsta brauðið sem ég bakaði úr spelti á sínum tíma og það var bara mjög gott.

Brauð með sólblóma- og sesamfræjum

Brauð með sólblóma- og sesamfræjum

Þessi uppskrift var að mig minnir aftan á fyrsta speltpakkanum sem ég keypti. Það var ekkert auðvelt að fá spelti hérna í London fyrst eftir að við fluttum árið 2001.

Brauð með sætum kartöflum, kornmjöli og hirsi

Brauð með sætum kartöflum, kornmjöli og hirsi

Ég bjó til þetta brauð úr afgöngum sem ég átti úr sætum kartöflum. Brauðið er trefjaríkt og ríkt af C vítamíni en verður svolítið þurrt á öðrum degi.

Gróft og hollt brauð

Gróft fjölkornabrauð

Maður getur alveg fiktað með innihaldið í þessu brauði því uppskriftin er svo einföld og sveigjanleg.

Gróft og gott brauð við öll tækifæri

Grunnuppskrift að brauði

Það er hægt að nota allt mögulegt í þetta brauð, hnetur, haframjöl, ólífur og krydd og bara hvað sem til er í skápnum. Mjög einfalt og tekur stuttan tíma að búa til.

Gulrótarbrauð

Þetta brauð er seðjandi og hollt, inniheldur bæði vítamín og trefjar. Það er ægilega gott alveg sjóðandi heitt úr ofninum með osti ofan á. Eða mér finnst það best svoleiðis.

Svolítið gult og gróft en rosa gott

Gulrótarbrauð með sólþurrkuðum tómötum og hirsi

Þetta er orkumikið brauð og tilvalið á köldum vetrardegi þegar mann langar að kúra sig inni með te, brauð og ost.

Polenta - kornbrauð

Kornbrauð (Polenta) með fræjum

Mig langaði að prófa eitthvað annað en venjulegt speltbrauð og ákvað að prófa kornmjöl (polenta) sem er unnið úr maís.

Þó ekki sé það franskt þá er snittubrauðið engu að síður gott

Snittubrauð

Einfalt, fljótlegt og hollt snittubrauð. Þó að snittubrauðið sé ekki eins létt og loftkennt og út úr búð þá er það auðvitað í staðinn mun hollara!

Brauð með traustabrestum

Sveitabrauð

Þetta er svolítið sveitalegt speltbrauð og er alveg æðislegt beint úr ofninum, nýbakað.

Glúteinlaust brauð úr hirsi og hrísmjöli

Þriggja korna hirsibrauð

Þetta glúteinlausa brauð er alveg prýðilegt og sérlega hollt. Það eru sólblómafræ, hörfræ og sesamfræ í því og maður getur sett hvaða fræ sem er í staðinn t.d. kúmen, sinnepsfræ, birkifræ o.fl.