Óbakaðar kökur/hráfæðiskökur
Ástæða þess að ég kalla þennan flokk óbakaðar- og hráfæðiskökur er að sumar af þessum kökum eru óbakaðar án þess þó að vera hráfæðiskökur sbr. kúskúskökuna sem dæmi. Allar hinar kökurnar er nokkuð auðvelt að gera að hráfæðiskökum. Þessar kökur eiga það yfirleitt sameiginlegt að auðvelt er að undirbúa þær með góðum fyrirvara og má setja þær saman síðar. Til dæmis má blanda botninn og fyllinguna (yfirleitt í matvinnsluvél) heima fyrir og setja í box og taka með sér í búðstaðinn eða í ferðalagið. Svoleiðis hef ég borið fram kökur t.d. í miðri auðninni á hálendi Íslands og Jóhannes hefur tekið með sér kökur í jökla- gönguferðir! Ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa hamingju ferðalanga við að sjá gómsætar kökur þar sem síst er við þeim að búast.
Banana- og hnetukaka með sítrónu-kókoskremi
Þessi holla og sumarlega kaka er óskaplega einföld og það þarf engan bakstursofn til að útbúa hana og hentar því vel t.d. í sumarbústaðnum ef þið eruð ekki með bakaraofn.
Bláberjaísterta
Hafið þið einhvern tímann spáð í hvort að bláber haldi fegurðarsamkeppni? Ég gat ekki annað eftir einn berjamóinn. Ég valdi þátttakendur í keppnina og við Jóhannes dæmdum.
Cashewhneturjómi
Þessi rjómi er sniðugur fyrir þá sem þola ekki mjólkurvörur eða soyarjóma en vilja samt gera vel við sig t.d. á tyllidögum.
Djúsí kaka með hnetum
Þessi kaka er afar ljúffeng og holl með öllum hnetunum og þurrkuðu ávöxtunum. Hún er ekki hráfæðiskaka því hneturnar eru ristaðar og súkkulaðið er ekki hrátt en auðvelt er að leysa hvoru tveggja.
Dökk súkkulaðikaka (án súkkulaðis)
Þetta er bara ansi sniðug uppskrift. Þessi kaka inniheldur ekki súkkulaði eða kakó, ekkert smjör, ekkert hveiti, engan sykur, engan flórsykur og engan rjóma! Aðaluppistaðan er hnetur og carob.
Einföld og fljótleg kaka með carob
Ég er mjög hrifin af kökunum á Grænum kosti (þessi uppskrift er þaðan) því ég borða ekki þessar venjulegu kökur sem eru hlaðnar óhollostu eins og smjöri, hvítum sykri, hvítu hveiti, rjóma osfrv.
Espressosúkkulaðikaka
Þessi kaka getur nánast vakið mann upp frá roti. Enda er hún ekki ætluð fyrir börn heldur fullorðna eingöngu.
Frosin jesúterta
He he, fyndið nafn í ljósi þess að ég er minnst trúaða manneskja sem fyrir finnst.
Gulrótarkakan hans Alberts
Þessa uppskrift sendi notandi vefjarins, Albert Eiríksson mér og mælti með að ég prófaði. Sem ég gerði daginn eftir og sé ekki eftir því.
Hnetusmjörskaka
Fyrir einhverjum árum síðan sá ég uppskrift á netinu á einum af þessum fjölmörgum síðum sem maður rekur augun í á vafri sínu um frumskóga alnetsins.
Jarðarberjahrákökur
Þessar krúttlegu hráfæðissmákökur eru upplagðar fyrir Valentínusardaginn.
Kornflekskökur (kornflögukökur)
Ég ólst upp að hluta í Kanada og margt af því sem fólk af minni kynslóð þekkir, fór alveg fram hjá mér. Eins og t.d. Kardimommubærinn, Dýrin í Hálsaskógi, Stundin okkar og kornflekskökur.
Kúskúskaka með ávöxtum
Þessa köku geri ég oft (hún er af Grænum kosti og birt með góðfúslegu leyfi Sollu).
Límónu- og macadamiakökur
Macadamiahnetur minna mig alltaf á Afríku og þá sérstaklega Kenya því í hvert skipti sem ég fer þangað kaupi ég hrúgu af macadamiahnetum enda eru þær ódýrar þar.
Litlar ávaxtabökur með carob- og cashewkremi
Það er fátt sem toppar þennan eftirrétt í hollustu. Hann inniheldur holla fitu, trefjar, prótein, vítamín, flókin kolvetni og fleira gott fyrir okkur.
Pecanhnetu- og cashewmaukskökur
Ferlega góðar og öðruvísi kökur sem gaman er að bjóða upp á t.d. í matar- eða saumaklúbbnum. Þær eru afar saðsamar enda fullar af hollustu.
Pecankaka með súkkulaði- og cashewmauksfyllingu
Þessi er dásamlega holl og góð. Í pecanhnetum og cashewhnetum er holl fita sem hjálpar til við að halda hjartanu heilbrigðu.
Pistachio- og kókoskonfekt með trönuberjum
Þetta konfekt er algjörlega unaðslegt. Ég hef, held ég varla búið til betri mola með kaffinu.
Pride uppskriftin 2016 (óbökuð kaka með salthnetu- og döðlubotni)
Á hverju ári núna í mörg ár hef ég útbúið Pride uppskrift til stuðnings margbreytilegu og alls konar fólki. Án fjölbreytileikans væri lífið afskaplega þurrt og leiðinlegt.
Súkkulaði- og berjakaka (hráfæðiskaka)
Það er dásamlegt að eiga til eina svona í frystinum sem maður getur gripið til ef gestir kíkja við eða bara þegar græðgin nær yfirhöndinni.
Sultukaka með carobkremi
Þessi kaka er holl og góð og sérlega sniðug ef maður þarf að útbúa köku með góðum fyrirvara því hún geymist í margar vikur, innpökkuð í ísskáp og verður bara betri þannig.