Baunaspírur
Ég elska baunaspírur og borða þær oft sem snakk. Þær eru brjálæðislega hollar og innihelda ensím sem eru okkur svo góð. Flestir fussa og sveia yfir baunaspírum en ég gæti lifað á þeim, hreinlega. Það er mjög auðvelt að spíra sínar eigin baunir, gætið þess bara að þær séu lífrænt ræktaðar og nýlegar. Gamlar baunir og þær sem ekki eru lífrænt ræktaðar geta verið erfiðar í spírun.
Aduki baunaspírur
Það er ekki erfitt að spíra baunir. Það eina sem maður þarf er krukka, vatn og baunir. Mér finnst reyndar erfiðast að láta Aduki baunir spírast, þær eru pínulítið tregar.
Kjúklingabaunaspírur
Kjúklingabaunaspírur eru æðislega góðar og komu mér reglulega á óvart. Það er auðveldast að spíra þær af þeim baunum sem ég hef prófað og þær geymast ágætlega í kæli.
Mung baunaspírur
Þessar hefðbundnu baunaspírur sem maður kaupir t.d. í austurlenskan mat eru yfrleitt mung baunir. Það er auðvelt að láta þær spíra og þær eru afar bragðgóðar.