Morgunmatur
Ég hef aldrei skilið hvernig sumir komast af án þess að borða morgunmat eða nokkuð annað kannski hálfan daginn. Ég hef varla orku til að bursta tennurnar hvað þá að hefja nýjan dag án þess að fá mér kjarngóðan morgunmat. Ef ég þarf að sleppa morgunmat (t.d. vegna flugs) verður skapið líka slæmt og ég er svöng allan daginn og sífellt nartandi. Yfirleitt fáum við okkur heimatilbúið muesli (ég ELSKA hnetur, rúsínur, döðlur, aprikósur, haframjöl o.fl.) en ég er líka hrifin af hafragraut (en Jóhannes segist frekar myndi borða frauðplast). Það að borða morgunmat er eins og að setja eldsneyti á bílinn, við myndum aldrei keyra af stað á tómum tanki!
Hafragrautur
Hafragraut er nú óþarft að kynna. Hann er einfaldur, saðsamur, fullur af hollri og góðri orku og er eitt besta bensín sem maður getur fengið fyrir daginn.
Morgunverður í glasi
Þessi drykkur er beint úr bókinni Innocent smoothie recipe book frá Innocent fyrirtækinu hér í London sem gerir bestu smoothie drykki í heimi (að mínu mati!!).
Muesli (eiginlega granóla)
Grunninn að þessari uppskrift fékk ég um daginn hjá Smára bróður. Hún er örlítið breytt en ekki mikið, megin uppistaðan er sú sama.
Muesli með hnetum, fræjum og þurrkuðum ávöxtum
Hrikalega hollt og heimatilbúið muesli fyrir utan að vera bæði ódýrara og betra en út úr búð (að mínu mati að minnsta kosti).