Kökur og eftirréttir

Síða 1 af 8

Ég nota aldrei rjóma, smjör, hvítan sykur, ger eða hvítt hveiti í bakstur. Ég nota oft lífrænt framleidd ávaxtamauk (barnamat) í staðinn fyrir smjör og nota svo kókosolíu á móti. Í staðinn fyrir hvítan sykur í bakstri nota ég Rapadura hrásykur eða sætuefni eins og agavesíróp, byggmaltsíróp, hlynsíróp, döðlur, barnamat o.s.frv. Eins og áður sagði nota ég kókosolíu sem fitugjafa en einnig nota ég mikið hnetur sem fitugjafa þar sem þar á við (eins og t.d. í kökubotna) í staðinn fyrir smjör. Hnetusmjör, möndlusmjör, cashewhnetumauk og sesamsmjör (tahini) eru allt frábærir og hollir fitugjafar. Ég reyni að miða við að nota aldrei meira en 3 mtsk af hreinni olíu í neinni kökuuppskrift NEMA í smákökuuppskriftunum en þar er nánast ómögulegt að nota minni fitu nema maður vilji að smákökurnar endi sem smákökubrauð (því þær verða svo linar og ómögulegar, eins og brauð).

Munið þó að þar sem ekki er mikil fita í kökunum þá er ekki hægt að geyma þær mjög lengi. Jóhannes hefur reyndar séð til þess að ég þurfi aldrei að hafa áhyggjur af því að þurfa að geyma kökur! Einnig má geta þess að ísarnir sem ég geri innihalda ekki rjóma, eggjarauður, hvítan sykur (eða flórsykur) eða neitt slíkt. Margir ísarnir eru meira að segja mjólkurlausir.

Það er ekki oft sem segja má um kökur að þær séu sprengfullar af vítamínum, flóknum kolvetnum, trefjum, andoxunarefnum, próteinum og hollri fitu en þannig kökur má einmitt finna hér. Sumar kökurnar eru svo hollar að þær mætti borða dag hvern í morgunmat! Ráðlagður dagsskamtur: Ein kökusneið!


Afmælisdöðlutertan sígilda og góða

Afmælisdöðluterta

Ég hef gert þessa köku fyrir ótal afmælisveislur, fermingarveislur, jólaboð, kaffiboð o.fl.

Afrískt kökubrauð (eða teabread)

Afrískt sítrónu- og appelsínukökubrauð með birkifræjum

Þetta kökubrauð passar vel sem létt síðdegiskaka/brauð með kaffi eða tei. Þessa köku er best að bera fram sama dag og hún er bökuð en einnig má frysta hana og jafnvel rista sneiðarnar.

Djúsí muffins með bláberjauppskeru haustsins

Amerískir bláberja- og pecanhnetumuffins

Þessi muffinsar eru reglulega góðir. Það er eitthvað svo unaðslega frábært við bakaðar pecanhnetur og bláber, samsetningin er bara hreint út sagt ómótstæðileg.

Ferskt og sumarlegt salat

Ananas og ástaraldin með ristuðum kókosflögum

Þetta er auðveldur eftirréttur sem er suðrænn, litríkur og hollur. Ananas er mjög trefjaríkur og er sérlega góður fyrir meltinguna því hann inniheldur meltingarensímið bromelain.

Sumarlegir muffinsar

Ananas- og gulrótarmuffins

Nammi namm. Þessir eru sumarlegir og góðir með fullt af vítamínum, trefjum og viðlíka hollustu.

Kókos- og ananasís

Ananas- og kókosís

Þessi ís er sá fyrsti sem ég prufa með stevia sætu eingöngu. Enginn viðbættur sykur er í ísnum.

Appelsínu- og engiferkaka, glúteinlaus

Appelsínu- og engiferkaka

Þessi kaka er án glúteins og hentar því vel fólki sem þolir glútein illa eða hefur ofnæmi fyrir því. Kakan er mjög góð með kaffinu og er frískleg á bragðið.

Kex fyrir ástralska og nýsjálenska hermenn

Ástralskt hermannakex (ANZAC)

Þessi uppskrift kemur frá einum notanda vefjarins sem heitir Sólborg Hafsteinsdóttir.

Ávaxta- og cashewhnetuís

Ávaxta- og cashewhnetuís

Þessi ís er ekkert nema vítamín og hollusta. Uppskriftin að ísnum kemur úr bók sem heitir einfaldlega RAW eftir strák að nafni Juliano.

Konfektið góða sem passar með öllu

Ávaxtakonfekt

Lísa Hjalt vinkona mín gaukaði að mér þessari uppskrift sem hún rakst á í dönsku blaði. Uppskriftin er einföld og ódýr (engar hnetur) og nokkuð fljótleg.

Afríka í skál

Ávaxtasalat frá Afríku

Á öllum hótelum sem ég hef komið á í Austur Afríku (og þau eru mörg) er borið fram einhvers konar ávaxtasalat í bland við kökur og pönnukökur og fleira góðgæti fyrir svanga ferðamenn.

Banana- og carobbitakökur

Banana- og carobbitakökur

Þessar eru einfaldar og nokkuð hollar þar sem tahini (sesamsmjör/sesammauk) er töluvert fituminna en t.d. venjulegt smjör og hefur þann kost að vera bæði járnríkt og kalkríkt sem og koparríkt.

Banana- og döðlusmákökur

Banana- og döðlusmákökur

Þessa uppskrift fann ég eftir eitthvert rápið á netinu en breytti henni töluvert. Þessar smákökur eru afskaplega hollar og innihalda trefjar og prótein.

Ljúflega kryddað kökubrauð, fullkomið með tebollanum

Banana- og engiferbrauð

Bananar og engifer í sömu sæng hljómar kannski svolítið skringilega en útkoman er frábær!!!!

Frískandi og ljúf kaka

Banana- og hnetukaka með sítrónu-kókoskremi

Þessi holla og sumarlega kaka er óskaplega einföld og það þarf engan bakstursofn til að útbúa hana og hentar því vel t.d. í sumarbústaðnum ef þið eruð ekki með bakaraofn.

Hollir orkubitar

Banana-, döðlu- og möndlustangir

Ef þessar orkustangir koma ykkur ekki upp síðustu metrana upp fjallið þá veit ég ekki hvað gerir það. Þær eru stútfullar af próteinum, flóknum kolvetnum, hollri fitu og meira að segja kalki!

Jólalegar og afar bragðgóðar smákökur

Banana-, hafra- og súkkulaðikökur

Mér var bent á þessa uppskrift af Guðrúnu Björgu, notanda CafeSigrun sem búsett er í Frakklandi.

Einfalt og hollt bananabrauð

Bananabrauð

Þetta er afskaplega einföld og fljótleg uppskrift að bananabrauði.

Ljúfir og góðir glúteinlausir klattar sem henta í margt

Bananaklattar

Þessir klattar eru glúteinlausir og mjög góðir þegar maður á doppótta og slappa banana (sem eru orðnir ofþroskaðir).

Glúteinlausir muffinsar

Bananamuffins

Þessir glúteinlausu bananamuffinsar komu aldeilis á óvart því bæði ég og Jóhannes mauluðum þá með góðri lyst.

Bananamuffins. Hollir og góðir með kaffinu.

Bananamuffins

Muffinsgerðin á þessu heimili er nú alveg sér kapituli.

Bananasplitt (bakaðir bananar)

Þetta er eftirréttur sem má gera annað hvort heima eða bara úti á grillinu, á ferðalaginu, upp í sumarbústað eða hvar sem er.

Ægilegar góðar biscotti kökur, upplagðar með kaffinu

Biscotti með macadamiahnetum og trönuberjum

Þessar biscottikökur eru alveg hreint dásamlega ljúfar. Maður getur sleppt appelsínuberkinum ef maður vill og þá eru þeir enn þá mildari á bragðið.

Biscotti með möndlum, dásamlegt með kaffinu

Biscotti með möndlum

Þetta er nokkuð holl útgáfa af ítalska biscotti kexinu. Eina fitan í þessari uppskrift kemur úr möndlunum en það er holl fita svo við skulum ekkert fá svo mikið samviskubit.

Biscotti með pistachiohnetum

Biscotti með pistachiohnetum

Ég elska biscotti. Það er handhægt (passar vel í t.d. nestisbox og bakpoka), geymist vel, er frekar auðvelt að búa til og er bara nokkuð hollt.