Heitar sósur
Ég er mikil sósukerling, svo lengi sem sósan er ekki búin til úr rjóma. Sósur þurfa ekki að vera óhollar og þær þurfa heldur ekki að vera flóknar og uppbakaðar. Mér finnst þunnar og bragðsterkar sósur bestar en hef aldrei getað borðað hveitisósur eða pakkasósur (enda eru þær óhollar). Allar sósurnar má frysta og hita upp síðar.
Heit bláberja- og vanillusósa
Dásemdarsósa sem er (ég get svo svarið það) góð út á allt, hvort sem það er ís, í drykki (smoothie), yfir kökur, í jógúrt eða bara ein og sér upp úr pottinum.
Hnetusósa frá Uganda
Hnetusósa er víða borin fram í Uganda og ekki sjaldan sem ég borðaði hnetusósu með mat þegar ég var í Uganda 2008 enda er hún hriiikalega góð og ekkert ósvipuð Satay sósu.
Krydduð bláberjasulta
Það er eitthvað algerlega frábært við að blanda saman bláberjum og kanil...samsetningin er eins og fullkomið hjónaband.
Pastasósa
Þessa pastasósu geri ég gjarnan þegar ég hef nægan tíma og mig langar að dútla í eldhúsinu. Það er eitthvað svo dásamlegt að búa til sína eigin pastasósu.
Sveppasósa
Úff ég lenti aldeilis í því haustið 2002. Ég var búsett í London og var að fá Elvu vinkonu og mömmu hennar í mat.
Villisveppasósa
Þessi sósa passar einstaklega vel með karríhnetusteikinni en er mjög fín með öðrum mat líka.