Þykkir drykkir (smoothie)

Síða 1 af 2

Það er fátt betra en þykkur, próteinríkur og hollur drykkur til að seðja magann. Þykkir drykkir geta nefnilega verið mjög saðsamir, jafnvel heil máltíð hvort sem það er að morgni eða að kvöldi! Uppáhaldssamsetningin mín er hnetusmjör eða cashewhnetumauk, bananar, kanill og sojamjólk. Ég gæti drukkið svoleiðis blöndu á hverjum degi þangað til ég hrekk upp af. Best er að neyta drykkjanna um leið og maður býr þá til því oft vill eitthvað af innihaldinu setjast aðeins í botninn. Alla drykkina hér fyrir neðan er best að búa til í blandara en ef maður á ekki slíkan grip má bjarga sér með matvinnsluvél og jafnvel töfrasprota (ef maður notar ekki ísmola eða frosin ber o.s.frv.).

Til að hlífa hnífnum/blaðinu í blandaranum er alltaf best að blanda ísmolana fyrst (ef þeir eiga að blandast með drykknum). Best er að setja ísmolana í blandarann, hella um 50 ml af þeim vökva sem er í uppskriftinni ofan á ísmolana, láta þá standa í nokkrar sekúndur og blanda svo.


Hreinsandi og nærandi

Ananas- og bláberjadrykkur

Þessi bláberjadrykkur (smoothie) er sannkallaður vítamíndrykkur. Í bláberjum eru sterk andoxunarefni, B og C vítamín ásamt kalín og kalki og fleira.

Dásamlega þykkur og góður drykkur (smoothie)

Ananasdrykkur

Þetta er hollur og góður drykkur, ananas á að hreinsa þvagfærakerfið, bæta meltinguna (inniheldur meltingarensímið bromelain), styrkja beinin, lækka blóðþrýsting, er trefjaríkur og ég veit ekki hvað.

Hreint út sagt dásamlega frískandi drykkur

Ástaraldin- og mangodrykkur

Þessi drykkur er Afríka í glasi (eða að minnsta kosti Tanzanía og Kenya í glasi).

Avocado og ananas

Avocado- og ananasdrykkur

Þessi drykkur (smoothie) er frábær fyrir alla fjölskylduna.

Svalandi, seðjandi og afar hollur drykkur

Avocado- og hnetudrykkur

Þessi drykkur (smoothie) er í raun heil máltíð. Hann er fullur af trefjum, próteini, A, C og E vítamínum, kalki og hollri fitu. Sannkölluð vítamínsprengja.

Seðjandi og próteinríkur drykkur

Banana- og döðlu skyrdrykkur

Eitt kvöldið þegar ég var ein heima hérna í London (Jóhannes var í viðskiptaferð í Portúgal), var ekkert til í &i

Dásamlega þykkur og ljúffengur banana- og hnetusmjörsdrykkur (smoothie)

Banana- og hnetusmjörsdrykkur

Nammi nammi, hnetusmjör og bananar eru unaðsleg blanda. Þessi drykkur er fínn eftir ræktina enda er hann stútfullur af orku, hollri fitu og próteinum.

Dásamlega góður banana- og kókosdrykkur (smoothie)

Banana- og kókosdrykkur

Þetta er afar bragðgóður, einfaldur og hollur drykkur (smoothie).

Sætur og seðjandi bananadrykkur frá Nairobi

Bananadrykkur frá Nairobi

Það var um haustið 2007 þegar við Jóhannes vorum (oft sem áður) í Nairobi. Við vorum nýkomin frá Zanzibar en þar áður höfðum við verið að lóðsa nokkra hópa fólks um Kenya.

Þykkur og nærandi bananasdrykkur

Bananashristingur (Banana- og ananas hristingur)

Þetta er reglulega svalandi og frískur sumardrykkur.

Lillablár berjadrykkur (smoothie)

Berja- og tofudrykkur

Þessi berjadrykkur (smoothie) er stútfullur af hollustu eins og andoxunarefnum úr berjunum ásamt próteinum, járni og C vítamíni. Mmmmmmm.

Bláberja- og perudrykkur, fjólublár og góður

Bláberja- og perudrykkur

Perur hafa hreinsandi eiginleika og bláber eru hollustuheimsmeistarar, full af andoxunarefnum og járni. Þetta er sannkallaður hollustudrykkur og upplagt að nota bláberin úr berjamó haustsins.

Einn hollasti drykkur sem til er

Bláberjadrykkur með kókosvatni

Hvað get ég sagt…...ef keppt væri í hollustu drykkja (svona eins og í t.d. 100 m hlaupi) þá væri þessi drykkur í fyrsta sæti (og sennilega öðru og þriðja líka).

Blóðdrykkurinn...ekki úr blóði heldur er hann góður fyrir blóðið!

Blóðdrykkurinn góði

Drykkurinn er ekki ÚR blóði (ég er ekki vampíra) heldur FYRIR blóðið...því þegar maður er lágur í járni þá er þessi drykkur upplagður.

Unaðslega mjólkurlausa mjólkin

Cashewmauks- og bananamjólk

Þessi drykkur er unaðslegur, hann er hreinlega eins og flauel upp í manni (ég hef ekki smakkað fljótandi flauel en er viss um að það bragðast sv

Döðlu- og tofudrykkur (smoothie)

Döðlu- og tofudrykkur

Þetta er einföld og holl uppskrift og hentar vel fyrir þá sem hafa mjólkuróþol. Í uppskriftina þarf frosinn banana en ef þið eruð ekki búin að frysta bananann, setjið þá nokkra&;ísmola út í.

Hollur og seðjandi gulrótardrykkur

Gulrótar- og ávaxtadrykkur

Gulrætur eru yfirfullar af A vítamíni (Beta Carotene) ásamt B1, B3, B6, fólinsýrum og kalíum (potassium) og þær innihalda einnig járn.

Algjör járnkarl

Járnríkur aprikósudrykkur

Þurrkaðar aprikósur innihalda helling af járni og appelsínusafinn hjálpar til við upptöku járnsins í líkamanum.

Vítamíndrykkur fullur af járni

Járnríkur og hreinsandi vítamíndrykkur

Ég er sko ekkert að ýkja með því að nefna þennan drykk vítamíndrykk því hann er stútfullur af hollustu.

Drykkurinn fíni úr jarðarberjum, bönunum og tofu

Jarðarberja- og banana tofudrykkur

Þessi drykkur er fullur af próteinum og vítamínum og er upplagður eftir ræktina eða í eftirmiðdaginn þegar mann vantar orkuskot.

Frískandi og fullur af C vítamíni

Jarðarberja- og vatnsmelónudrykkur

Þessi drykkur er í miklu uppáhaldi og það er sérstaklega áferðin sem mér finnst svo frábær því hún er loftkennd og freyðandi.

Jarðarberjadrykkur, fullur af hollustu

Jarðarberjahristingur

Vissuð þið að til eru 600 afbrigði af jarðarberjum? Þetta var fróðleikskorn dagsins í boði CafeSigrun!

Kiwi- og bananadrykkur

Þetta var bara svona tilraun einn laugardaginn með ávexti úr ísskápnum. Saðsamur og hollur drykkur, fullur af vítamínum og skemmtilega grænn á litinn.

Sumarlegur og frískandi safi

Kiwi- og límónusafi

Þegar Jóhannes smakkaði þennan drykk sagði hann: „Þennan drykk væri ég til í að kaupa oft”.

Afar hollur og frískandi drykkur

Krækiberja- og engiferdrykkur

Þessi drykkur er ferskur og frísklegur og upplagður á haustin þegar maður á krækiber.