Haust

Palak Koftas (Kryddaðar spínatbollur)

Þetta er indversk uppskrift og nokkuð flókin en alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og spennandi!!! Bollurnar eru frekar bragðmildar og henta því vel fyrir alla fjölskylduna.

Mexikönsk chili súpa með sojakjöti

Þessi súpa er frekar „hot” og fín á köldum vetrardegi þegar mann vantar hlýju í sig.

Spaghetti með kræklingasósu

Þetta er fínn réttur í miðri viku þegar maður hefur ekki allt of mikinn tíma en vill búa til staðgóðan og hollan mat.

Kúskús með bökuðu grænmeti

Mér finnst kúskús gott og sérstaklega ef það er með bökuðu grænmeti eins og tómötum og paprikum. Þetta er léttur réttur og fínn í maga en tekur smátíma að hafa hann til.

Blaðlauks og kartöflusúpa - einföld, ódýr og bragðgóð súpa

Blaðlauks- og kartöflumaukssúpa

Þessi súpa er einföld, bragðgóð og ódýr og alveg upplögð í lok mánaðarins þegar buddan er farin að léttast. Súpan hentar vel þeim sem hafa mjólkuróþol sem og glúteinóþol.

Sveppasúpan fína, ódýr og góður matur

Sveppasúpa

Þetta er bara svona hefðbundin sveppasúpa, ekkert flókin en alveg rosalega góð og einn ódýrasti matur sem fyrir finnst held ég.

Reglulega hollur fiskréttur

Fiskur með kókosflögum og basil

Ég hef notað frosinn þorsk í þennan rétt en það er miklu betra að nota ferskan þorsk. Er mér sagt.

Syndicate content