Grænmetissúpur
Það er engin tilviljun að svokallað „Súpueldhús” (enska: soup kitchen) sé samheiti yfir staði sem útdeila súpum og öðrum heitum mat til heimilislausra. Súpa er nefnilega ódýr matur og getur að því er virðist, eins og fyrir galdra dugað endalaust. Grænmetissúpur eru t.d. eitt af því sniðugasta sem blankir námsmenn geta útbúið. Fyrir því eru nokkrar ástæður:
- í grænmetissúpur má nota grænmetisafganga sem og grænmeti sem farið er að slappast,
- súpurnar má frysta og má því útbúa heilan helling í einu ef maður á pláss í frystinum,
- út í súpuna má bæta t.d. byggi, hýðishrísgrjónum, pasta, quinoa o.fl. til að drýgja hana,
- með góðu brauði getur súpa verið hin fínasta veisla,
- út í súpu má bæta sojakjöti eða kjötafgöngum (ef þið borðið kjöt) og þannig drýgja kjöt sem verður afgangs,
- ef þið eruð með bragðsterka súpu má þykkja hana með maísmjöli og gera þannig fína pastasósu.
Grænmetissúpur eru ekki bara sniðugar fyrir blanka námsmenn því þær eru sniðugar fyrir öll heimili, hvort sem það eru 2 eða 20 manns í heimili. Grænmetissúpur eru líka sniðug leið til að koma grænmeti ofan í börn sem oft eru ekki hrifin af áferð grænmetis áður en það er maukað.
Asparssúpa
Fyrir mér er asparssúpa jólasúpa. Heima hjá mér var alltaf elduð asparssúpa og hún var bara höfð bláspari þ.e. einungis á jólunum.
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflum
Þessi súpa er rosa fín og matarmikil. Ég held að það sé ekki til fullkomnari haustsúpa, svei mér þá.
Bauna- og spínatsúpa
Þessi súpa ætti eiginlega að heita prumpusúpa....baunir og spínat eru nokkuð góð ávísun á loftgang fram eftir degi en í staðinn hefur súpan það með sér að vera einstaklega holl.
Blaðlauks- og kartöflumaukssúpa
Þessi súpa er einföld, bragðgóð og ódýr og alveg upplögð í lok mánaðarins þegar buddan er farin að léttast. Súpan hentar vel þeim sem hafa mjólkuróþol sem og glúteinóþol.
Blómkáls- og kartöflusúpa
Þessi súpa er fullkominn að hausti þegar maður getur notað fínu nýju kartöflurnar og ef maður býr svo vel að eiga blómkál úr garðinum þá er það sko ekki verra.
Blómkálssúpa
Uppskrift þessi er afar einföld og um leið létt og ódýr og eiginlega það ódýr að kalla mætti súpuna Kreppusúpu.
Dhal (baunasúpa) með graskeri og kókosmjólk
Haldið þið ekki að gasið á eldavélinni hafið klárast akkúrat þegar ég var að búa til þennan rétt. Það voru um 20 mínútur eftir af eldunartímanum.
Eggjadropa og maískornasúpa
Þessi súpa er voðalega einföld og þægileg, upplögð svona í miðri viku. Hún er líka holl, próteinrík, trefjarík og góð í forrétt ef þið eruð með austurlenska veislu á borðum.
Graskers- og kókossúpa frá Zanzibar
Þessi súpa kemur úr bók sem heitir Zanzibar Kitchen. Það er fátt sem lýsir matnum á Zansibar jafnvel og þessi súpa.
Graskerssúpa með grilluðu maískorni
Þessi uppskrift kemur nánast beint upp úr Delia Smith grænmetisbókinni minni (Delia's Vegetarian Collection) sem er frábær.
Grænmeti í grænu karrímauki og kókossósu
Bragðgóð, ódýr og góð máltíð, mitt á milli grænmetissúpu og grænmetisrétts með sósu.
Gulrótar- og kókossúpa frá Zanzibar
Ég hef lengi leitað að uppskrift að gulrótar- og kókossúpu og er hér búin að búa til eina sem er blanda úr nokkrum uppskriftum.
Haustsúpa með kartöflum og kjúklingabaunum
Þessi súpa lætur lítið yfir sér og virkar ekki svo spennandi á blaði en er bara ofsalega fín, og ekki síst ef þið eigi&e
Haustsúpa með sætum kartöflum og eplum
Þessi súpa er fín fyrir krakkana því hún er mild og svolítíð sæt. Hún fer einkar vel í maga og er stútfull af C vítamínum. Það er ekkert glútein í súpunni og ekki heldur mjólk.
Kjúklingabaunasúpa
Einfaldur, bragðgóður og fljótlegur matur, svoleiðis á hann að vera! Súpan er saðsöm og er sérlega ódýr sem er ekki amalegt fyrir svona hollan og góðan mat.
Kókos- og límónusúpa
Þessi súpa er svolítið „öðruvísi”, krydduð en ansi góð og sérlega drjúg. Kókosmjólkin, engiferið og límónan passa vel saman og gefa ferskt bragð með thailensku ívafi.
Mango- og engiferssúpa frá Masai Mara
Þessa súpu fékk ég hjá stúlku sem heitir Margaret Ngugi en hún er kokkur á Mara Simba Lodge í Masai Mara í Kenya en þar dvaldi ég í nokkra daga í febrúar 2007.
Mexikönsk chili súpa með sojakjöti
Þessi súpa er frekar „hot” og fín á köldum vetrardegi þegar mann vantar hlýju í sig.
Mulligatawny súpa (indversk grænmetissúpa)
Einu sinni pantaði ég Mulligatawny súpu á indverskum veitingastað á Brick Lane, London.
Naglasúpan ódýra
Þegar maður á lítið í ísskápnum en er svangur hvað gerir maður þá? Jú maður býr til naglasúpu. Uppskrift af naglasúpu er til á öllum heimilum og þetta er mín útgáfa.
Spergilkáls- og blaðlaukssúpan frá 4 Market Place kaffihúsinu, London
Maria og Pete vinafólk okkar ráku um árabil kaffihúsið 4 Market Place í miðborg London (rétt hjá þar sem við bjuggum).
Súrsæt (sweet & sour) núðlusúpa
Þetta er eiginlega svona núðlusúpuréttur þ.e. bæði núðlusúpa og núðluréttur. Upphafleg uppskrift inniheldur ekki soba núðlur (úr bókhveiti) en það er hrikalega gott að hafa þær með.
Svartbauna- og maískornasúpa
Þessi súpa er úr bók sem ég á sem heitir Marie Claire: Kitchen The Ultimate Recipe Collection og inniheldur helling af góðum uppskriftum.
Sveppasúpa
Þetta er bara svona hefðbundin sveppasúpa, ekkert flókin en alveg rosalega góð og einn ódýrasti matur sem fyrir finnst held ég.
Thailensk laksa (ekki laxa) súpa
Súpan virkar kannski flókin en er það í raun ekki. Það er samt ágætt að útbúa súpuna þegar maður er ekki á hraðferð.