Kökubrauð

Síða 1 af 1

Kökubrauð er í raun mín þýðing á Teabread sem þýðir eiginlega brauð til að hafa með teinu. Þau eru oft bökuð í brauðformi en það er auðvitað ekki nauðsynlegt. Svona kökubrauð eru alltaf þurrari en venjulegar kökur og oft meira í ætt við brauð en djúsí kökur. Kökubrauð geymast ekki lengi svo best er að skera þau í sneiðar og frysta það sem maður ætlar sér ekki að neyta samdægurs. Reyndar eru hefðbundin kökubrauð oft hlaðin sírópi til að gera þau meira djúsí en ég er ekki hrifin af því. Ég nota frekar barnamat (ávaxtamauk) til að gera brauðin mýkri og það virkar yfirleitt vel. Athugið að brauðin eru misjafnlega sæt, allt frá því að vera lík brauði (og henta þá t.d. með osti eða hummus) í það að vera töluvert sætari og henta þá betur t.d. til að borða með tei eða kaffi!


Afrískt kökubrauð (eða teabread)

Afrískt sítrónu- og appelsínukökubrauð með birkifræjum

Þetta kökubrauð passar vel sem létt síðdegiskaka/brauð með kaffi eða tei. Þessa köku er best að bera fram sama dag og hún er bökuð en einnig má frysta hana og jafnvel rista sneiðarnar.

Ljúflega kryddað kökubrauð, fullkomið með tebollanum

Banana- og engiferbrauð

Bananar og engifer í sömu sæng hljómar kannski svolítið skringilega en útkoman er frábær!!!!

Einfalt og hollt bananabrauð

Bananabrauð

Þetta er afskaplega einföld og fljótleg uppskrift að bananabrauði.

Döðlu- og valhnetubrauð

Þetta er samsetning úr mörgum döðlubrauðsuppskriftum. Þetta er voða fínt kökubrauð með sunnudagskaffinu og passar sérlega vel í nestisboxið fyrir stóra sem smáa.

Upplagt með sunnudagskaffinu

Engiferbrauð

Þessi uppskrift kom svo sannarlega á óvart, brauðið var verulega gott!!! Ég fann þessa uppskrift (þ.e. upprunalegu útgáfuna af henni) í einhverjum bæklingi sem ég greip með mér í búðinni í London.

Dásamlegt og léttkryddað brauð

Epla- og apríkósubrauð

Þetta kökubrauð er upplagt eftir matinn og alls ekki of sætt. Það er léttkryddað og passar reglulega vel með kaffi- eða tebollanum!

Gulrótar- og bananabrauð

Gulrótar- og bananabrauð

Þetta er svona kökubrauð (þrátt fyrir að vera í laginu eins og kaka) og er fínt með t.d. tei eða kaffi.

Jólakaka með ensku ívafi, en holl

Jólakaka með ensku ívafi

Bretar elska puddingana sína (puddings).

Ilmandi kryddað graskerskökubrauð

Kryddað graskerskökubrauð

Þetta kökubrauð er upplagt að gera þegar maður á svolítinn afgang af graskeri því maður þarf bara 225 g af graskersmauki í uppskriftina.

Ilmandi kryddbrauð

Kryddbrauð

Mmmmmmm þessi uppskrift er rosalega góð og brauðið er æðislegt alveg glænýtt úr ofninum og pínu klesst. Múskatið gefur sterkt og kryddað bragð.

Glúteinlaus möndlukaka með bláberjabotni

Möndlu- og kókoskaka með bláberjabotni

Þessi kaka er án glúteins og er mjög einföld í smíðum. Ég fann uppskriftina á vef konu sem heitir Jeena og ég held mikið upp á.

Próteinríkt haframjöls- og bananabrauð

Þessi uppskrift var víst búin til af einhverri vaxtaræktarkonu (útskýrir kannski allar eggjahvíturnar!!) en mér var send uppskriftin.

Ilmandi graskersbrauð

Valhnetu- og graskersbrauð

Þessi uppskrift kemur reyndar aðeins breytt, úr bók sem heitir Farmer’s Market Cookbook (Uppskriftabók af bændamarkaðinum).