Sultur
Síða 1 af 1
Ég hef aldrei verið mikil sultukona en er að koma til með árunum. Hér má finna þær tilraunir sem ég hef gert. Hefðbundin sultuuppskrift inniheldur jafnt hlutfall af sykri og af berjum eða því sem verið er að sulta. Það er auðvitað fáránlegt og ég myndi aldrei taka þátt í svoleiðis vitleysu!
Döðlusulta
Þetta er heimsins einfaldasta sulta og passar rosa vel með t.d. vöfflum, í haframjölstertur (milli laga) ofan á kex með osti, ofan á hummus og margt fleira.
Krydduð bláberjasulta
Það er eitthvað algerlega frábært við að blanda saman bláberjum og kanil...samsetningin er eins og fullkomið hjónaband.
Rabarbarasulta
Mér hefur eiginlega alltaf þótt rabarbarasulta vond. Þangað til ég gerði mína eigin (svona er ég nú óþolandi he he).