Kex
Síða 1 af 1
Kex er ekki það sama og kex, bara svo það sé á hreinu. Venjulegt kex sem keypt er í matvöruverslun inniheldur yfirleitt þetta: Sykur, glúkósasíróp (oft), smjör, hveiti, rotvarnarefni (fullt af því), transfitusýrur og annað miður gott fyrir okkur. Hafrakex og annað kex úr heilsubúð er yfirleitt í lagi en getur innihaldið dálítið mikið af hrásykri. Það inniheldur þó ekki transfitusýrur eða rotvarnarefni. Mér finnst mjög gaman að búa til mitt eigið kex.
Hafrakex
Það er ekki endilega auðvelt að finna uppskriftir að hollu hafrakexi og ég var búin að leita lengi.