Salöt

Síða 1 af 1

Salöt eru svo dásamleg. Þau eru litrík, holl, yfirleitt fljótleg í undirbúningi og sprengfull af vítamínum. Þau eru einnig hentug í nestisboxið, sem meðlæti eða létt snarl og svo gleðja þau augað líka (og hjartað). Eini gallinn við salöt er að þau er erfitt að frysta (a.m.k. salöt með viðkvæmum blöðum). Þegar ég er búin að vera á löngum ferðalögum t.d. í Afríku þar sem erfitt er að fá brakandi fersk salöt, þá er mitt fyrsta verk við heimkomu að búa til risastóra skál af salati og ég get bara ekki hætt að borða!


Litríkt rauðrófusalat

Ananas- og rauðrófusalat frá Naivasha

Þetta salat fékk ég fyrst í Naivasha sem er í Kenya, fyrir norðan Nairobi.

Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco

Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco

Þetta salat er frískandi og sumarlegt og alveg frábært til að bera fram sem öðruvísi salat hvort sem þið berið fram hefðbundið grænt salat líka eða ekki.

Lítríkt og hollt salat

Avocado- og melónusalat með sítrónugrass-jógúrtsósu

Algjört dásemdar sumarsalat. Cantaloupe melónur eru pakkfullar af Beta Carotene (sem umbreytist í A vítamín í líkamanum) og C vítamínum og eru sérlega góðar fyrir heilsu augnanna.

Salat undir afrískum áhrifum

Avocado-, ananas- og rauðlaukssalat

Þetta salat er frísklegt og gott meðlæti með t.d. grillmat. Það minnir mikið á Afríku en uppskriftin er þó bara úr hausnum á mér (en undir miklum afrískum áhrifum).

Frísklegt og fallegt salat

Coriander- og perusalsa

Þetta er gott meðlæti, afar ferskt og hollt og passar með réttum frá ýmsum löndum t.d. frá Indlandi, Thailandi, Afríku og meira að segja með grillmatnum á Íslandi.

Einfalt, sumarlegt og litríkt salat

Einfalt salat með tahini salatsósu (dressingu)

Salöt finnst mér best ef í þeim er blanda af grænu, sætu og hráu. Mér finnst sem sagt best að blanda saman grænum blöðum, svolitlu af sætu (eins og mango, eplum, jarðarberjum, vínberjum).

Sólskin í skál, algjört vítamínsalat

Gulrótar-, ananas og rúsínusalat frá Kenya

Þetta salat hef ég fengið oft og mörgum sinnum í Kenya. Ég hef líka fengið salatið í Tanzaníu enda kannski ekki skrýtið þar sem ananas vex á báðum stöðum og er mikið notaður í matargerð.

Litríkt og hollt salat

Kachumbari (tómat- og rauðlaukssalat)

Uppskriftin kemur frá Lucy Mwangi mágkonu minni sem er frá Kenya.

Járn- og vítamínríkt salat

Klettasalat með rauðrófum og parmesan

Ég fékk svipað salat á krá einni í London sem er þekkt fyrir góðan mat enda er eigandi staðarins enginn annar en Gordon Ramsay.

Þrílitt salat í ítölsku fánalitunum, rauðum, grænum og hvítum

Mozzarella salat með tómötum og basil

Þetta salat þekkja eflaust margir sem hafa verið á Ítalíu og er líklega ein af ástæðunum fyrir því að Ítalir lifa svona lengi.

Undir áhrifum frá New York, hollt og gott grænmetissalat

New York salat með grilluðu grænmeti og hnetum

Þetta salat er undir beinum áhrifum frá New York. New York er eins og allt sem maður sér í sjónvarpsþáttum og bíómyndum og auðvitað meira en það! Þvílíkt matarhimnarríki.

Litríkt salat til að lífga upp á daginn

Salat í nestið

Mér finnst þetta salat alveg ferlega fínt í nestið. Það hefur holla fitu úr avocadoinu, trefjar og prótein í kjúklingabaununum og svo allt vítamínið úr ávöxtunum og grænmetinu.

Salat sem passar með ýmsum mat

Þetta salat er hægt að nota við ýmis tækifæri og með ýmsum mat enda létt að búa til og afskaplega litríkt og fallegt. Fullt af vítamínum!

Núðlur í japönskum stíl

Soba núðlusalat með wakame, engifer og grænmeti

Af því að ég er nýkomin frá Japan þá gat ég ekki annað en sett inn japanskan núðlurétt. Soba núðlur eru mikið notaðar í Japan og wakame sömuleiðis en wakame er þangtegund.

Sumarlegt og hollt salat

Sumarlegt salat með appelsínum og vatnsmelónu

Þegar maður borðar þetta salat finnur maður eiginlega hollustuna streyma um sig enda er salatið algjör heimsmeistari í hollustu. Svo getur maður skipt út hráefni og bætt við.