Grænmetispottréttir

Síða 1 af 1

Pottréttir eru svo, svo sniðugir. Þeir eru ódýrir, saðsamir og drjúgir, í þá má bæta endalaust af hráefni (svo lengi sem hráefnið passar saman auðvitað), maður þarf ekki að standa yfir þeim á meðan þeir malla, þá má yfirleitt frysta, þeir eru frábærir í nestisboxið og síðast en ekki síst verða þeir yfirleitt bestir á öðrum degi. Sem þýðir að maður getur útbúið helling í einu og fryst, borðað í nokkra daga eða haft með sér í nesti.


Diskinn á myndinni keypti ég á markaði í Kigali höfuðborg Rwanda

Baunaréttur frá Rwanda

Þegar ég var í Rwanda febrúar 2008 hitti ég stúlku að nafni Nadine í bænum Ruhengeri sem er við rætur Virunga fjallanna.

Ljúffengur, ódýr og auðveldur pottréttur fyrir alla fjölskylduna

Chili con elote (chili pottréttur með maískorni)

Reglulega góður pottréttur hér og auðveldur (þó hann virki flókinn). Gott er að búa hann til deginum áður en á að borða hann því hann verður bara betri svoleiðis.

Chili non carne (chillipottréttur með sojakjöti)

Þessi réttur lætur ekki mikið yfir sér, en er mjög góður og einfaldur, upplagður í miðri viku. Best er að gera svolítið stóran skammt og taka með sér í nestisboxið eða borða í hádegismat heima.

Karrípottréttur með nýrna- og kjúklingabaunum

Það sniðuga við pottrétti er að maður getur búið til heilan helling af þeim í einu og annað hvort átt mat í nokkra daga eða fryst það sem er umfram.

Afrískur pottréttur, litríkur og hollur

Kitheri (afrískur pottréttur)

Þennan pottrétt smakkaði ég fyrst í Afríku (Kenya) árið 2005. Mér fannst hann hrikalega góður en eftir ótal ferðir

Pottréttur með sojakjöti, ananas og grænmeti

Þessi pottréttur er mjög fínn og saðsamur. Maður getur gert risaskammt og hitað upp í nokkra daga því hann verður betri og betri (eru samt takmörk fyrir því hversu lengi hann dugar he he).

Útilegupottréttur með kúskús

Útilegupottréttur með kúskús

Þetta er sniðugur réttur fyrir þá sem eru að hugsa um heilsuna upp á fjöllum og vilja hollan og góðan mat í stað þess að kaupa tilbúinn (yfirleitt miður hollan) mat í útivistarbúðum.