Aðgengismál

Aðgengismál á vefjum er mér ofarlega í huga og við (Jóhannes maðurinn minn forritaði allt saman) höfum reynt eftur bestu getu að gera CafeSigrun þannig að allir notendur óhað reynslu, getu eða fötlun hafi aðgang að honum. Við höfum meðal annars:

  • Passað að allar myndir hafi skýran ALT texta. Þær myndir sem eru ekki mikilvægar eru skilgreindar sem tómar þ.e. alt="" til að rugla ekki lestur skjálesara
  • Sett inn HEADINGS eigindi á allar síður. Þessi eigindi stuðla að auðveldari notkun fyrir notendur skjálesara (í SUPERNOVA/HAL, notið CAPS LOCK + 2 til að fá lista yfir fyrirsagnir á hverri síðu)
  • Aukið línubil til að auðvelda lestur
  • Forðast notkun á skáletrun og hástöfum
  • Notað „Sans serif” leturgerð í staðinn fyrir „Serif” leturgerð
  • Bætt inn möguleika á að stækka letur (sjálfgefið letur er þó stærra en gengur og gerist)
  • Bætt inn möguleika á því að breyta um lit á stöfum og bakgrunnslit (hægt að fá hvíta stafi á dökkbláum grunni) til að auðvelda sumum notendum lestur
  • Passað að litir á letri og bakgrunni hafi skýrar andstæður
  • Passað að allir tenglar hafi skýr heiti. Tenglar eins „hér” eða „meira” eru alveg örugglega ekki á vefnum, ég lofa því!
  • Ekki notað Javascript nema þar sem nauðsynlega þarf og aðeins á þá virkni sem hægt er líka hægt að framkvæma á annan hátt
  • Merkt skammstafanir eins og tsk, stk, mtsk, gr, dl, ml með svokölluðu ACRONYM TITLE. Hver skammstöfun er merkt með punktalínu. Ef farið er með músina yfir skammstöfunina, birtist lítill skýringargluggi
  • Sett inn „LABEL for” á alla innfyllingarreiti
  • Sett inn leiðbeiningar og útskýringar þar sem við (til dæmis við póstlista og fyrirspurnir)
  • Birt uppskriftirnar í stafrófsröð
  • Brotið niður mikið magn texta í smærri einingar

Ef þú rekst á eitthvað sem betur mætti fara eða ef að eitthvað á vefnum er erfitt í notkun fyrir þig endilega láttu mig vita með því að senda Fyrirspurn&;og segðu okkur hvað við getum gert til að stuðla að betri og aðgengilegri vef.