Skrýtinn dagur

Já eitthvað furðulegt fólk í kringum okkur í dag. Við fórum í ræktina áðan. Veiiii í fyrsta skipti sem ég fer í 5 vikur. Á eftir að deyja úr harðsperrum á morgun í efri partinum. Get ekki tekið neðri partinn alveg strax, enn þá bólgið og vitlaust hnéð. Samt gott að fara í ræktina, þó sé ekki nema til að viðra íþróttafötin. Alveg nauðsynlegt.

Allavega þessi dagur er búinn að vera eitthvað spes. Þegar við vorum á leiðinni í gymmið var maður sem labbaði á eftir okkur í dáldinn tíma. Hann tók fram úr okkur eftir smá spöl og sagði "eruð þið að fara á bátasýninguna??". Ööööööö nei sögðum við (enda held ég að bátasýningar í London séu afar sjaldgæfar sko, svona af því að London er ekki mjög nálægt sjó). Hann labbaði því næst fram úr okkur og fór beint í kínversku kirkjuna sem er í einni hliðargötunni. Hann var samt ekkert kínverskur. Kannski ítalskur, eða grískur en alls ekki kínverskur. Ég sem hélt alveg niðri í mér andanum þegar hann spurði. Var alveg viss um að þarna væri komin lukkan okkar..... að hann ætlaði að gefa okkur snekkju.....eða eitthvað annað fínt. En nei nei ekkert svoleiðis :( Var heldur ekki með lukkupeninginn í vasanum akkúrat þá. Kannski hefði hann gefið okkur fínan bát?

Jæja, við fórum í ræktina og svo heim og þar beið eftir okkur balletsmiðurinn góði. Við heyrðum flautið í honum langar leiðir. Hann spurði okkur þegar við komum hvort að hefði verið rosa partí hjá okkur í gær, hann hefði heyrt í glösum brotna, hárri tónlist og í fullt af fólki. Hann var MJÖG sannfærandi, með rosa balletsveiflur í höndunum og leikræna tilburði. Við reyndum að útskýra fyrir honum að við hefðum verið mjög róleg, við tölvurnar að vinna (mjög sorgleg bæ ðe vei, á laugardagskvöldi) en hann sannfærði okkur eiginlega um að við hefðum verið með rosa partí (að minnsta kosti að hefði verið fullt af fólki í hausnum á okkur, svo sannfærandi er hann). Svo sagði hann "Nei bara að skálda sko, ég er svo leikrænn alltaf". Við föttum ekki aaaaalveg húmorinn hjá honum. Hann á það til að horfa á hurðina sem hann er búinn að vera að laga og segja "en fallegt, en fallegt, ég er svo klááááár, svooo klááár", bara við sjálfan sig. Held hann sé líka skotinn í aumingja Howard á efstu hæðinni (sem er um 60 prófessor og býr einn). Balletsmiðurinn er samt giftur japanskri konu og á barn og allt það, það þarf nú ekki að segja alla söguna samt. Hef heyrt balletsmiðinn segja tvisvar sinnum við Howard. "Mikið líturðu vel út núna Howard, svo fallegur frakkinn þinn sem fer þér svo vel". Aumingja Howard roðnar bara. Kannski að Howard sé skotinn í balletsmiðnum???

Er búin að vera rosa dugleg annars í eldhúsinu og búin að baka fullt (sjá tenglana hérna fyrir neðan). Paul sagði við Howard þegar Howard var að smakka Pistasjóbrauðið "And she made them with her fair hands" (og það fylgdi með góð sveifla á höndunum). Allt sem hann segir og gerir er eins og hann standi á sviði og sé að flytja söngleik. Ég hugsa að hann teygi fyrir og eftir vinnu, geri svona alvöru teygjuæfingar með slá og alles. Ef hann pússar spýtu þá beygir hann sig eins og hann sé í balletsveiflu. Hann tekur alveg sóló ef hann þarf að saga eða negla nagla. Mjöööög spes náungi. Indæll... en speeeeeees..

Já hér er það sem ég er búin að vera að baka yfir helgina. Mæli sérstaklega með Pistasjóbrauðinu, var ekkert smáááá gott.

Gulrótar- og bananakaka

Grískar möndlusmákökur

Jógúrtís með ananas og kiwi

Mangó- og kókosís

Pistasjóbrauð með appelsínukeim

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It