Urban Mania Ltd.

Jæja þá erum við orðin fyrirtækiseigendur í London :) Veiiiii. Við erum búin að stofna fyrirtækið Urban Mania Ltd. og er fyrirtækið metið á hvorki meira né minna en 100 pund (um 11 þúsund krónur). Ójá. Björtu hliðarnar eru þær að það er auðvelt að stækka fyrirtækið, auka hagnað o.s.frv. Alltaf betra að fara upp en niður. Línuritið ætti því að vera mjög svo flott fyrir árið 2006. Ég á 50 hluti í fyrirtækinu og Jóhannes 50. Erum að spá í að bjóða út hluti, hver getur keypt 1 hlut á 1 pund sko og svo búum við til Urban Mania Group. Miklu meira kúl en Ltd. Nei nei bara grín. Annars er þetta nú bara til þægindaauka fyrir okkur því við þurfum svona að borga miklu minni skatt sem fyrirtæki (og rukka inn sem slík) heldur en ef ég er verktaki. Jóhannes er búinn að stússast í þessu upp á síðkastið.

Við erum annars búin að vera að rífast yfir því hver eigi að vera Managing Director o.s.frv (Framkvæmdarstjóri). Það þarf að vera einn ritari og svo framkvæmdarstjóri en til að tryggja heimilisfriðinn held ég að við verðum bæði skrá sem MD (eiiiiiins gott líka, glætan að ég ætli að vera ritari. Þó ég skrifi betur þá getur kjeeeeeeeelllllinnn sko vel verið ritari). Jóhannes ætlar aftur á móti að borga mér 1 krónu meira í laun en hann fær og krefjast þess að mér verði vikið úr starfi vegna kynjabundinnar mismununar he he. Þetta verður fróðlegt.

 Já hvað gerir Urban Mania Ltd.? Góð spurning..... Seljum "pappír og berjaljós" kannski? Nei nei, þetta verður tölvutengd ráðgjöf eins og það heitir og eins og ég segi, þetta er til þægindaauka frekar en nokkuð annað :). Speeennnnandi. Allavega kúl að eiga fyrirtæki í London, nú má Baugur Group, Kaupthing Group og öll þessi Group fara að vara sig.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

hrundski
18. jan. 2006

Ég er Creative Director í okkar Group fyrirtæki ;) - og ritari líka því miður hrmmfffffffff

Sigrun
18. jan. 2006

He he, hvort ykkar er með hærri laun spyr ég, við látum ekki undan neinum þrýstingi sko. Eigum við ekki að stofna samtök kvenna í atvinnurekstri í London, labba um í kokteilboðum og segja að við séum Creative Directors og MD í eigin fyrirtæki (þurfa ekkert að vita hvaða fyrirtæki sko). Sounds good sko.

hrundski
18. jan. 2006

júhú. Það er nú þegar svona kampavínsklúbbur (saumaklúbbur á plebbamáli) í gangi í london fyrir ríkar fínar íslenskar frúr - ég hef ekki enn fengið boðskort!!!

Auðun Ólafsson
20. jan. 2006

hæhæ... til hamingju með fyrirtækið. Ég er til í að kaupa hlut. Er alltaf að leita að góðum fjárfestingarkostum ;) ....

Sigrún Þ
20. jan. 2006

He he, Auðun ef þú vilt hlut í fyrirtækinu þá seriously efast ég um menntun þína sem viðskiptafræðingur. Reyndar kannski ertu fyrir að taka áhættur í viðskiptum :) ?? Velkomið að kaupa hlut sko, hver veit, hver veit hvað gerist!!! Við stefnum allavega að methagnaði fyrir þetta árið (eeeekkkkki erfitt kannski heldur)

Auðun Ólafsson
20. jan. 2006

Ég hef fulla trú á ykkur ;)

Sólveig Finnsdóttir
24. jan. 2006

hvernig get ég orðið hluthafi

verður þett ekki stórt með timanum?

kv S F

Sólveig Finnsdóttir
24. jan. 2006

þarf endilega að garast hluthafi er þetta ekki upplögð fjárfesting ???????????

kv S.S.F.