Vanillumjólkurhristingur (sjeik)
8. maí, 2006
Þessi hristingur er upplagður á heitum sumardegi í staðinn fyrir að fara í ísbúðina, og milljón sinnum hollari líka. Það þarf reyndar að útbúa vanilluísinn fyrst svo gerið ráð fyrir því í undirbúningnum. Það er mjög gott að eiga helling af þessum ís í frystinum, í smá skömmtum og nota svo í svona hristing.

Vanilluhristungur, svo miklu hollari en út úr búð en svo æðislega góður!
Þessi uppskrift er:
- Án glúteins
- Án mjólkur
- Án eggja
- Án hneta
- Vegan
Vanillumjólkurhristingur (sjeik)
Fyrir 2 -3
Innihald
- 500 ml hálffrosinn vanilluís
- 1 vel þroskaður banani
- 50-100 ml sojamjólk (eða önnur mjólk)
Aðferð
- Setjið ísinn í blandara ásamt mjólk og banana.
- Blandið í um 10 sekúndur.
- Berið fram strax.
Gott að hafa í huga
- Það má alveg bæta t.d. ferskum jarðarberjum eða bláberjum út í.
- Til að fá meira vanillubragð má setja 1 tsk af vanilludropum (úr heilsubúð) út í.
- Nota má undanrennu, hrísmjólk, haframjólk eða möndlumjólk í staðinn fyrir sojamjólk.
Tengdar uppskriftir
© CafeSigrun 2025