Valhnetu- og hunangsnammi
25. nóvember, 2007
Jóhannesi fannst þessar rosalega góðar (og fleiri sem ég þekki) en mér fannst þær síðri, kannski af því að ég er ekki svo mikið fyrir hunang. Þeir sem eru jurtaætur (enska: vegan) myndu skipta hunanginu út fyrir agavesíróp því hunang er jú dýraafurð! Þetta nammi er hollt og gott og gaman að eiga í kælinum fyrir gesti. Valhnetur eru afar hollar og hjálpa til við að sporna gegn hjartasjúkdómum. Sesamfræin eru kalkrík og innihalda einnig holla fitu. Skipta má út valhnetum fyrir pecanhnetur.
Þessi uppskrift er:
- Án glúteins
- Án mjólkur
- Án eggja
- Vegan
- Hráfæði
Valhnetu- og hunangsnammi
Gerir 10-12 stykki
Innihald
- 50 g valhnetur, saxaðar mjög smátt
- 35 g kókosmjöl
- 1,5 msk carob
- 60 ml agavesíróp eða acacia hunang (eða agavesíróp)
- 50 g sesamfræ eða kókosmjöl (gæti þurft meira)
Aðferð
- Saxið valhneturnar mjög smátt. Setjið í skál.
- Bætið hunangi og carobi út í skálina og hrærið vel. Kælið deigið í um 30 mínútur.
- Mótið litlar kúlur í höndunum (gott að nota plasthanska).
- Veltið upp úr sesamfræjum eða kókosmjöli.
- Kælið.
Gott að hafa í huga
- Acacia hunang fæst í heilsubúðum en nota má agavesíróp í staðinn.
- Nota má pecanhnetur í staðinn fyrir valhnetur.
- Nota má kakó í stað carobs.
- Nota má carob í stað kakós. Carob hentar þeim sem eru viðkvæmir fyrir örvandi efnum kakósins og hentar því börnum vel. Carob fæst í heilsubúðum og heilsuhillum matvöruverslana. Það fæst bæði sem duft (eins og kakó) og í plötum (eins og súkkulaði).
Tengdar uppskriftir
© CafeSigrun 2024
Ummæli um uppskriftina
28. júl. 2011
Sæl Sigrún,
Þarf ég að nota acacia hunang eða get ég notað clover hunang eða jafnvel hunang sem ég fékk beint frá bónda en veit ekki hvaða tegund það er.
29. júl. 2011
Ættir að geta notað það hunang sem þú vilt í staðinn, ætti að vera í góðu lagi