Ummæli notenda

Þessi síða er hugsuð sem eins konar gestabók þ.e. ef þið hafið eitthvað að segja um vefinn eða matinn eða eitthvað annað. Ef þið hafið spurningar um vefinn, uppskriftirnar, innihald, aðferðir eða annað getið þið skoðað spurt og svarað en ef þið finnið ekki það sem þið leitið að þar, er best að senda mér fyrirspurn. Þessi síða er sem sagt ekki ætluð fyrir umræður eða spurningar.

Öll fallegu ummælin frá ykkur gleðja mig mikið. Stundum, ef ég er að klóra mér í höfðinu yfir því hvers vegna ég sé að þessu öllu saman, les ég þau yfir og verð svo glöð og jákvæð að ég get ekki annað en fyllst orku sem aftur skilar sér í fleiri uppskriftum og betri vef! Það má segja að ummælin séu eins og eldsneyti sem ég sæki í reglulega til að fylla á orkutankinn minn!

Fyllið inn í formið hér að neðan og það sem þið skrifið mun birtast fljótlega á síðunni! Ég svara ekki ummælunum en ég les þau að sjálfsögðu öll og brosi yfirleitt út að eyrum

Ummæli

Guðný
07. nóv. 2009

Frábært framtak hjá þér Sigrún!

Takk fyrir að setja þessa síðu upp.

Kveðja Guðný

Eva Magnúsdóttir
04. nóv. 2009

Verð bara að þakka fyrir þessa síðu, ekki er langt síðan mér var sagt frá henni. Ég fer ansi oft inn á síðuna og finn mér uppskriftir. Ég nota aðallega brauðuppskriftirnar. Aðeins byrjuð á kökunum prófaði reyndar gylltu piparkökurnar í morgun en þær urðu alveg hrikalega harðar hjá mér þegar þær kólnuðu á eftir að prófa þær aftur, þær eru bragðgóðar.

Takk fyrir

Ingibjörg
02. nóv. 2009

Til hamingju með þessa síðu og takk fyrir hana! Fékk ábendingu frá ljósmóður minni að kíkja á hana (varðandi ungbarnamat) og er afar ánægð að ég lét verða af því, er þegar búin að gera nokkur mauk "Fyrir smáfólkið". Það góða er að þetta er svo einfalt og gott, var búin að reyna krukkumat en mín litla kærði sig sko ekki um hann en hámar í sig þetta mauk "natural".

Takk takk

Bryndís Ísfold
31. okt. 2009

Sæl Sigrún og til hamingju með litla barnið!

mig langar mikið að fá að heyra í þér varðandi heimasíðuna þína en þannig er mál með vexti að ég er að setja á laggirnar vefmiðil og var einmitt að flytja skrifstofuna okkar Klappastíginn til ykkar í Sjá!

Við erum inn af ykkar skrifstofu við svaladyrnar - svo við verðum nágrannar þegar þú kemur úr fæðingaorlofi.

En gætir þú haft samband við mig fljótlega svo ég geti útskýrt hvert erinidð er en ég er í í síma 697 3040?

bestu kveðjur,

Margrét Rós
21. okt. 2009

Takk fyrir þennan frábæra vef (aftur... ég held alveg örugglega að ég hafi þakkað fyrir mig áður).

Undanfarið er ég búin að vera ótrúlega dugleg í muffinbakstrinum, þær eru alveg frábærar. Fullkomnar í nesti! Annað sem ég hef prófað eru nokkrar súpur, hjónabandssæla, mango mauk og ýmislegt fleira. Þetta slær allt í gegn!

Tóta
16. okt. 2009

Ástarþakkir fyrir mig! Ég á karl sem er algjör óhollustukarl og fussar og sveiar yfir allri hollustu en þegar ég elda réttina frá þér þá heyrist iðulega: "Veistu, þetta er ég bara til í að borða einhvern tímann aftur." Alveg stórkostlegt að komast í svona hollar uppskriftir sem eru líka góðar og fá svona góð ráð. Takk takk takk :o)

Katrín
10. okt. 2009

Núna datt ég í lukkupottinn. Hef verið að umbreyta matarræði fjölskyldunnar en vantaði góð ráð og fjölbreyttar uppskirftir og hér er fjársjóðurinn samankominn á einum stað. Mín innri matreiðslugyðja er svoleiðis vöknuð til lífsins og vitundar að ég á erfitt með að hemja hana enda eigum við ómældar sælustundir í eldhúsinu og heimilið hreinlega ilmar af framandi kryddilmum og hollustu...og hamingju.

Takk kærlega fyrir að deila þessum uppskriftum með okkur hinum...og eitt enn. Þú ert líka skemmtilegur penni og gefandi manneskja. Það hreinlega skín í gegnum skrifin þín og uppskriftirnar.

Kærleiksknús og endalaust þakklæti.

Ásta María
10. okt. 2009

Mér finnst ég skyldug til þess að skilja eftir kveðju hér á þessari frábæru síðu þinni Sigrún.

Ég hef notast við síðuna í hátt á þriðja ár í margvísilegum tilgangi, bakstur, eldamennsku, hugmyndir fyrir próteinríkt fæði og svo framvegis. Hún er hátt skrifuð í væntumþykjulistanum mínum:)

Takk kærlega fyrir mig!

Þórgunnur
08. okt. 2009

Þakka þér kærlega fyrir þennan frábæra vef. Á mínu heimili er hann mikið notaður , sérstaklega bakkelsið.

Takk fyrir okkur

Heiða
02. okt. 2009

og þá meina ég elska....

Heiða
02. okt. 2009

Ég einfaldlega elsda þig fyrir að deila þessum uppskriftum með okkur !

Takk takk og takk, takk takk

Hulda Þórisdóttir
02. okt. 2009

Takk fyrir þessa geggjuðu síðu, fynst ég hafa fundið gull.

Keðja Hulda

Guðrún Ó. Gunnarsdóttir
29. sep. 2009

Ég vil bara þakka fyrir þessa frábæru síðu,

kveðja Guðrún

Inga Rún
29. sep. 2009

Takk fyrir góðan vef. Hef nokkrum sinnum eldað kókósgrillaða kjúklingaréttinn og hann er án efa besti kjúklingaréttur sem ég hef smakkað, gæti borðað hann í öll mál.

Róbert
22. sep. 2009

Ekki skrýtið að þú hafir fengið verðlaun SVEF fyrir besta einstaklingsvefinn. Ég prófaði cashew/pekan kökuna og borðaði með bestu lyst.

Takk fyrir að opna augu mín fyrir uppskriftum sem innihalda ekki hveiti, ger eða hvítan sykur.

Núna er ég farinn að borða meira lífrænt og hollt!

Bestu kveðjur,

Róbert

Guðný
21. sep. 2009

ef þessi síða er ekkibara buin að bjarga mér í átakinu þá veit eg ekki hvað :)

þakka þer kærlega fyrir , mjög góðar uppskriftir og sniðugar:)

Guðrún Cortes
18. sep. 2009

Sæl Sigrún.

Ég fann síðuna þín a þegar ég var að leita að uppskriftum á google

Þetta er alveg frábærlega góð síða og ég hlakka til að fara að prófa uppskriftirnar þínar.

Kær kveðja og þakkir,

Guðrún.

Lora
16. sep. 2009

Hæ vildi bara þakka þér fyrir frábæran vef, vegna hækkandi matarverðs finn ég mig knúna til að leita nýrra leiða til að borða hollan mat í stað þess að snúa alfarið í ruslfæði sem er óneitanlega ódýrara.. Þetta var akkúrat innblásturinn sem ég þurfti, takk kærlega fyrir mig..

Ragnheiður Þóra
06. sep. 2009

Sæl Sigrún. Langaði eingöngu að hrósa þér fyrir þennan frábæra vef. Ég fer mjög oft inn á þessa síðu ef mig vantar hugmyndir og vittu til, ég finn alltaf eitthvað nýtt :-) Þakka þér fyrir alla hjálpina við eldamenskuna og baksturinn .....

JoymnrorTunny
04. sep. 2009

Here are some of the best new Go Daddy codes. I just used OK9 today to purchase some .com domains and it worked great.

OK7 - 10% off any item

OK8 - 20% off any order of $50 or more

OK9 - 30% off Domain Renewals or New domain registration.

**Special Godaddy Promo Code Valid until 08/31/09.

Godaddy Promo Code OK25 25% Discount on all hosting plans or any order of $91 or more.

Heiða
31. ágú. 2009

Ástarþakkir fyrir að gefa okkur aðgang að uppskriftunum þínum.

knús og hlýjar kveðjur

Heiða

Sólrún Gunnarsd
29. ágú. 2009

Sæl Sigrún !

ÉG vil þakka þér kærlega fyrir að deila þessum uppskriftum með okkur hinum. Er nýfarin að prófa uppskriftirnar og er að fara að gera hollu gulrótarkökuna fyrir klúbb í kvöld. Mjög spennandi.

Vonandi heldurðu áfram að leyfa okkur að fylgjast með.

Bestu kveðjur

Sólrún

Hildur Jónsdóttir
27. ágú. 2009

Hæ Sigrún!

Hildur hér, kærastan hans Dóra sem fór með ykkur til Afríku - Kilimanjaro 2007 :) verð bara að segja að barnasíðan 'Fyrir smáfólkið' er besta síðan um ungbarnamat á netinu! Eignuðumst stelpu í febrúar og hún er að byrja að borða...

Bestu kveðjur, ba heilsa Jóhannesi,

Hildur

María
26. ágú. 2009

Takk fyrir frábæra síðu, er að vinna í því að breyta mataræðinu og þessi síða hjálpar mikið :)

Berglind Ingibertsd
25. ágú. 2009

Hæhæ

Ég bara varð að senda þér smá skilaboð. Ég "uppgötvaði" síðuna þína fyrr í sumar og ég er grínlaust búin að vera hooked á henni. Ég var mikið matgæðingur en hinsvegar hafði ég ekki verið mjög ástríðufullur kokkur, en eftir að ég komst á snoðir um síðuna þína þá hef ég byggt upp ástríðu fyrir matseld.

Ég bara verð að þakka þér fyrir að deila öllum þessum ótrúlega ljúffengum, hollum og dýrindis góðum réttum með okkur hinum. :D

Ingibjörg
20. ágú. 2009

Vá þetta er algjör snilldarsíða hjá þér :) Og kærar þakkir fyrir að deila öllum þessum dýrindis uppskriftum :)

Langar svo að spyrja þig, áttu nokkuð uppskriftir sem líkjast Heilsuklöttunum og Heilsukexinu sem fást í Heilsubúðinni?

Bestu kveðjur,

Ingibjörg

Birkir
31. júl. 2009

Þú ert snillingur! Takk fyrir að deila :)

helga jonsd
30. júl. 2009

þessi síða er bara æði rosalega ertu örlát að gefa allar þessar uppskriftir frá þer eg er að byrja í aðhaldi og þetta var eimitt það sem mig vantaði eg segi bara húrra. magga sem er í fitness hun notar þessa síðu muikð og benti mer á hana vissi ekki af hennni en læt boðskapin berast ut ekki spurning takk kv helga haug

Diljá Marín
29. júl. 2009

Frábær síða hjá þér, mjög skemmtilegar og hollar uppskriftir fyrir þá sem vilja breyta til og svona. ég sé að þú ert með marga kjúklingarétti , en langar að senda þér einn sem er í miklu uppáhaldi hjá mér:)það er mjöög gott kjúklingasalat

1 poki klettasalat(rucula)

1 stk rauðlaukur(má sleppa)(mér persónulega finnst laukur virkilega vondur)

1 box kirsuberjatóimatar

1 poki ristaðar furuhnetur

1 stk avokado frekar vel þroskað sem þú getur skorið í bita.

svo hálfur poki tortilla snakk

1 krukka feta ostur

sósan:

olía af fetaostinum

dijon sinnep

hvítlauksmauk

agavesíróp

balsamedik

kjúklingabringurnar eru skornar í strimla og steiktar á pönnu og kryddaðar eftir smekk, teknar af pönnunni og helt yfir BBQ sósu en það er alltaf hægt að nota eitthvað annað sem er hollara:), svo blandaru þessu saman við

vona að þér líki þetta:)

p.s hvað er soyakjöt og hvar er hægt að fá þannig?

Guðrún Jónína
12. júl. 2009

Sæl Sigrún,

ég verð bara að commenta ;+), þessi síða er tær snilld og mig langar að þakka þér fyrir.

Gísli Rafn
09. júl. 2009

Geggjuð síða, vantaði einmitt hugmyndir að mat sem er hollur (allt sem er auðvelt að nálgast virðist ekki hollt)

Guð blessi ykkur!

vigdís
06. júl. 2009

sæl

takk kærlega fyrir góða síðu ég og mamma mín erum mikið búin að nota þessa síðu til að finna góðar uppskriftir,

kær kveðja,

Vigdís

Dísa
23. jún. 2009

Sæl Sigrún :)

Ég verð bara hrósa þér fyrir þessa síðu, hún er alger snilld!! ég nota hana alveg ofboðslega mikið.. er reyndar ekki grænmetisæta, en finnst samt alveg svakalega gaman að búa til þannig mat og ekki má gleyma "hollu" smákökunum. Ég gerði hrákökuna með cashewfyllingunni um daginn og jeminn hún sló í gegn!! :D

Bara takk æðislega fyrir þessa síðu!!

kv.Dísa :D

Þurí
14. jún. 2009

Hví hef ég ekki séð þessa síður fyrr!:P

Mögnuð síða, allt svoo girnilegt =D

Takk kærlega fyrir hana ;)

Ingibjörg
09. jún. 2009

Sæl Sigrún. Mig langaði að hrósa þér fyrir alveg hreint dásamlega síðu! Ég er búin að styðjast við síðuna þína í nokkur ár núna og nýti hvert tækifæri til að benda öðrum á hana :)

Mig langaði þó að forvitnast um eitt. Í uppskriftunum þínum ertu stundum að nota ávaxtasykur, hrásykur og muscovado. Er hægt að nota eina tegund af sykri í staðinn fyrir aðra? Gæti ég t.d. notað hrásykur eða muscovado í staðinn fyrir ávaxtasykurinn? Og ef svo er, er þeim þá skipt út í jöfnum hlutföllum?

Aslaug
31. maí. 2009

Sæl Sigrún - langaði að þakka þér fyrir frábæra síða og elju við að halda uppi heilsusamlegri umræðu og ekki síst glæsilegum uppskriftum. Hingað leita ég þegar mig vantar hugmyndir og innblástur af skemmtilegum uppskriftum. Núna í kvöld eldaði ég fylltar paprikur sem er virklega góður réttur og börnin hámuðu þetta í sig. Þúsund þakkir. Kveðja Áslaug og co.

Hrönn
21. maí. 2009

Sæl Sigrún,

mig langar að þakka þér fyrir alla þá vinnu sem þú leggur í að viðhalda þessari frábæru heimasíðu. Ég er fastur gestur hérna og er mjög hrifin af uppskriftunum þínum. Í dag langaði mig að baka hollar (eða hollari - fer samt eftir því hvað maður setur á þær!!!) amerískar pönnukökur en fann enga slíka uppskrift á síðunni þinni, þess vegna ákvað ég að senda þér uppskriftina mína. Ég fann uppskrift á www.recipezaar.com af Banana Pancakes with Spelt - en breytti henni aðeins (tók út maple syrup og setti agave í staðinn, tók út lyftiduft og setti vínsteins lyftiduft í staðinn). Hérna kemur uppskriftin:

2 1/2 dl Spelt

1 msk vínsteinslyftiduft

1/4 tsk salt

1 vel þroskaður banani, stappaður

1 egg (má sleppa)

1 tsk Agave síróp (má sleppa)

1 1/2 msk Extra Virgin Olive Oil

1 dl heitt vatn (gæti þurft pínu meira, deigið á að vera frekar þykkt ca eins og vöffludeig)

Öllu blandað saman í skál og hrært með handkrafti

Hita pönnukökupönnuna vel - baka síðan á meðal hita.

Snúa við þegar lofbólur hafa myndast á hliðinni sem snýr upp.

Borðið með ferskum ávöxtum og evt. pínu Agave sírópi.

Bestu kveðjur

Hrönn

Steinunn Eik Egilsd.
18. maí. 2009

Takk fyrir ÆÐISLEGA síðu!!

Kíki mjög oft hingað inn og finn alltaf eitthvað sem mig langar til að malla :)

Hafþór
11. maí. 2009

Sæl

Þetta er æðisleg síða hjá þér ég er búinn að baka nokkur brauð eftir þessum uppskriftum og þau eru æðisleg.

Ég er að leita af uppskrift að langömmubrauði enn finn ekkert sem gæti flokkast undir hollustu nú treysti ég á þig og vonast til að þú getir galdrað framm eina slíka.

Með fyrirfram þökk

Hafþór

Þórður
09. maí. 2009

Flott síða hjá þér!!!

Helena
09. maí. 2009

Tær snilld. Verð fastagestur her eftir :)

Kolbrún Rakel Helgadóttir
03. maí. 2009

Sæl Sigrún og takk fyrir þetta óeigingjarna starf sem þú ert að vinna í þágu okkar allra. Hollur og góður matur er grunnur að góðu lífi. Takk fyrir mig, kv.Rakel

Sonja
03. maí. 2009

Þetta er rosalega öflug síða hjá þér og flott!

Erna Hauksdóttir
29. apr. 2009

hæhæ

Var að renna yfir síðuna þína og ég held að ég sé nokkurn veginn búinn að setja upp matseðill næsta mánaðar upp í kollinum, allt svo girnilegt, flest einfalt og svo hollt sem er auðvitað best:) Takk kærlega fyrir að leyfa okkur að njóta..kv Erna

Elsa Dögg Gunnarsdóttir
15. apr. 2009

HÆ HÆ. Það er svo langt síðan ég hef kommenterað að ég má til. Í kvöld er tómatsúpa Höddu og gulrótarbrauð í matinn hjá mér. Á hverjum miðvikudegi elda ég eitthvað af vefnum þínum. Kærar þakkir fyrir frábærar uppskriftir.

Elsa Dögg

Margrét Rós
08. apr. 2009

Hæ, hæ.

Þetta er alveg frábær síða, aðgengileg og svo skemmtileg!

Takk kærlega fyrir að deila þessu öllu á netinu.

Erla
31. mar. 2009

Æðislegur vefur kærar þakkir fyrir að deila öllum þessum frábærum uppskriftum :)

Ingibjörg Sigfúsdóttir
29. mar. 2009

Sæl. Takk fyrir að deila þessu öllu með okkur.

Ég kíkti á páska eggið og datt í hug að segja þér að um árabil bakaði ég páskaegg. Ég bjó til hringi úr degi og setti saman líkt og kransaköku. Setti í það margs konar salgæti sem ég taldi ekki eins óholt og í súkkulaðieggjum. Límdi þaðsvo saman með súkkulaði.

Kveðja

Ingibjörg

Rakel Gísladóttir
11. mar. 2009

hæhæ var að fá ábeding um þessa síðu:) Á einn prins sem er 5 mán og þarf að fá ábót. Vildi bara segja að þetta er frábær síða fyrir mig sem veit lítið um hvað ungarnir meiga borða:) Ælisleg síða

Kveðja Rake og Magnús Bjarni:)

Anna Margrét Árnadóttir
05. mar. 2009

Halló Sigrún . . . mig langar að læra að elda núðlurétt sem fæst á Nings og er í miklu uppáhaldi hjá dætrum mínum

Kreppa = elda sjálf

Þetta eru núðlur með eggjum og brokkolí og gulrótum og soðnum kjúklingabringum . . . held að þetta sé heilsuréttur

aðallega hvaða sósur og krydd þarf að nota

Síðan þín er frábær . . . takk fyrir framtakið !