Tómata og eggaldin súrkrás (pickle)
5. október, 2003
Þetta er svona frekar sætsterkt meðlæti (samt ekki of sætt) sem er fínt þegar maður er að borða t.d. sætan indverskan mat. Mjög gott með alls kyns indverskum grænmetisréttum sem og grilluðu lambakjöti eða kjúklingi fyrir þá sem borða svoleiðis.
Þessi uppskrift er:
- Án glúteins
- Án mjólkur
- Án eggja
- Án hneta
- Vegan
Tómata og eggaldin súrkrás (pickle)
Fyrir 4-5 sem meðlæti
Innihald
- 1 stórt eggaldin (500 gr)
- 1 msk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
- 1 msk kókosolía
- 1 stór laukur, saxaður frekar smátt
- 3 hvítlauksgeirar, marðir eða saxaðir smátt
- 2 litlir rauðir chili pipar, saxaðir smátt
- 500 g saxaðir tómatar í dós (eða ferskir tómatar)
- 2 tsk agavesíróp
- 1 tsk garam masala
- 1 tsk coriander
- 0,5 tsk chili pipar
- 1 msk hvítvínsedik eða hrísgrjónaedik (enska: rice vinegar)
- 75-100 ml vatn (meira ef notaðir eru ferskir tómatar)
Aðferð
- Flysjið eggaldinið og skerið í 1 cm bita. Setjið til hliðar.
- Afhýðið laukinn og hvítlaukinn. Saxið laukinn gróft og hvítlaukinn smátt.
- Skerið chili pipar eftir endilöngu og fræhreinsið. Saxið mjög smátt.
- Hitið kókosolíuna á stórri pönnu og setjið lauk, hvítlauk og chili pipar út í. Hitið þangað til laukurinn er aðeins orðinn brúnn. Ef vantar vökva á pönnuna, notið þá vatn.
- Bætið eggaldininu við og hitið í 2 mínútur.
- Bætið loks við salti, tómötunum, agavesírópinu, kryddunum þ.e. garam masala, coriander og chili pipar, edikinu og vatninu.
- Látið malla í 15 mínútur eða þangað blandan fer að þykkna. Má gjarnan sjóða aðeins lengur ef mikill vökvi er í því.
- Kælið maukið áður en það er borið fram.
Gott að hafa í huga
- Þetta meðlæti má alveg gera deginum áður en það er borðað. Er bara betra þannig. Það má einnig frysta meðlætið.
- Ef kókosolían er hörð má stinga krukkunni í heitt vatn í nokkrar mínútur þar til hún verður fljótandi.
Nota má aðra olíu en kókosolíu, t.d. vínberjakjarnaolíu eða repjuolíu. - Garam masala fæst í flestum stærri matvöruverslunum (í kryddhillunum) en líka fæst það í verslunum sem sérhæfa sig í austurlenskum matvörum.
- Hrísgrjónaedik fæst yfirleitt í austurlensku hillunum í matvöruverslunum og kallast Rice Vinegar.
Tengdar uppskriftir
© CafeSigrun 2025