Spínat Pilau (Grjón með spínati)

Þennan rétt má bæði hafa sem meðlæti eða borða einan sér með t.d. chapati brauði. Bragðgóður og hollur réttur.

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án eggja
 • Án hneta

Spínat Pilau (Grjón með spínati)

Fyrir 4-5 sem meðlæti

Innihald

 • 1 msk kókosfeiti
 • 4 vorlaukar, saxaðir fínt (græni hlutinn)
 • 3 þurrkaðir chilli, muldir með fingrunum
 • 1/2 tsk coriander fræ
 • 1 hvítlauksgeiri, kraminn eða saxaður
 • 400 g hýðishrísgrjón eða bygggrjón (enska: pearl barley). Þeir sem hafa glúteinóþol ættu ekki að borða bygg en mega borða hýðishrísgrjón
 • 4 bollar vatn
 • 1 gerlaus grænmetisteningur
 • 500 g spínat, frosið eða ferskt (ef það er frosið, afþýðið það þá og kreistið allt vatnið í burtu)
 • 1/4 bolli fersk, söxuð basillauf
 • 125 ml hrein jógúrt. Einnig má nota sojajógúrt

Aðferð

 1. Hitið kókosfeitina í stórum potti.
 2. Hitið laukinn, chilli, fræin og hvítlaukinn og hitið þangað til allt fer að ilma. Notið vatn ef vantar meiri vökva.
 3. Setjið hrísgrjónins saman við ásamt vatninu og kraftinum.
 4. Látið suðuna koma upp og hitið í um 15 mínútur eða þangað til hrísgrjónin eru orðin soðin og vökvinn gufaður upp.
 5. Takið af hitanum og hrærið spínatinu, basillaufunum og jógúrtinu saman við.

Gott að hafa í huga

 • Þessi réttur er líka fínn kaldur.