Sætur og járnríkur spergilkálssafi (risaeðludrykkur)
1. júlí, 2007
Þessi drykkur er einstaklega vítamínríkur og hressandi. Í spergilkáli (brokkolíi) er mikið af C og K sem og A vítamínum. Spergilkál er líka járnríkt og á það að berjast kröftuglega gegn myndun krabbameins. Einnig er spergilkál trefjaríkt. Drykkurinn ber einungis keim af spergilkálsbragði svo það er afar sniðugt að bjóða krökkum upp á þennan drykk til að koma í þau vítamínum! Hann er mildur en samt hæfilega sætur. Perur og epli eru einnig sjaldan ofnæmisvaldar svo drykkurinn hentar vel ungum börnum (segið þeim bara að drykkur sé „sérstakur risaeðludrykkur”!!). Nauðsynlegt er að nota safapressu til að útbúa þennan drykk.
Sætur og járnríkur risaeðludrykkur
Þessi uppskrift er:
- Án glúteins
- Án mjólkur
- Án eggja
- Án hneta
- Vegan
- Hráfæði
Sætur og járnríkur spergilkálssafi (risaeðludrykkur)
Fyrir 3-4 börn
Innihald
- 2 litlir spergilkálshausar (brokkolí), þvegnir og snyrtir
- 2 stór epli, þvegin og skorin í stóra bita
- 2 perur, þvegnar og skornar í stóra bita
Aðferð
- Þvoið spergilkálið, eplin og perurnar. Skerið í hæfilega stóra bita og setjið allt í safapressuna.
- Hellið í glös og berið fram strax.
Gott að hafa í huga
- Nota má hunangsmelónu eða fleiri epli í stað þess að nota perur.
Tengdar uppskriftir
© CafeSigrun 2024