Sætur og járnríkur spergilkálssafi (risaeðludrykkur)

Þessi drykkur er einstaklega vítamínríkur og hressandi. Í spergilkáli (brokkolíi) er mikið af C og K sem og A vítamínum. Spergilkál er líka járnríkt og á það að berjast kröftuglega gegn myndun krabbameins. Einnig er spergilkál trefjaríkt. Drykkurinn ber einungis keim af spergilkálsbragði svo það er afar sniðugt að bjóða krökkum upp á þennan drykk til að koma í þau vítamínum! Hann er mildur en samt hæfilega sætur. Perur og epli eru einnig sjaldan ofnæmisvaldar svo drykkurinn hentar vel ungum börnum (segið þeim bara að&;drykkur sé „sérstakur&;risaeðludrykkur”!!). Nauðsynlegt er að nota safapressu til að útbúa þennan drykk.


Sætur og járnríkur risaeðludrykkur

Þessi uppskrift er:

  • Án glúteins
  • Án mjólkur
  • Án eggja
  • Án hneta
  • Vegan
  • Hráfæði

Sætur og járnríkur spergilkálssafi (risaeðludrykkur)

Fyrir 3-4 börn

Innihald

  • 2 litlir spergilkálshausar (brokkolí), þvegnir og snyrtir
  • 2 stór epli, þvegin og skorin í stóra bita
  • 2 perur, þvegnar og skornar í stóra bita

Aðferð

  1. Þvoið spergilkálið, eplin og perurnar. Skerið í hæfilega stóra bita og setjið allt í safapressuna.
  2. Hellið í glös og berið fram strax.

Gott að hafa í huga

  • Nota má hunangsmelónu eða fleiri epli í stað þess að nota perur.