Pintóbaunamauk

Þessi uppskrift er úr bókinni Grænn Kostur Hagkaupa sem er ein af mínum uppáhaldsbókum. Ég minnkaði olíumagnið aðeins og notað smávegis af eplasafa í staðinn. Best er að nota matvinnsluvél fyrir þessa uppskrift en það er hægt að bjarga sér með blandara eða töfrasprota.

Þessi uppskrift er:

  • Án glúteins
  • Án mjólkur
  • Án eggja
  • Án hneta
  • Vegan

Pintóbaunamauk

Fyrir 3-4 sem meðlæti

Innihald

  • 1 dós pintóbaunir (fást í flestum stærri verslunum og heilsubúðum)
  • 2 stk hvítlauksrif
  • 1 stk rauður chili pipar
  • 0,5 tsk kanill
  • 0,5 tsk cumin (ekki kúmen)
  • 5 msk ólífuolía
  • 2 msk eplasafi
  • 1 tsk sítrónusafi
  • Hnefafylli ferskt koriander
  • Smá klípa af salti (Himalaya eða sjávarsalt) og svörtum pipar

Aðferð

  1. Hellið vökvanum af pintóbaununum.
  2. Afhýðið hvítlaukinn og saxið gróft.
  3. Skerið chili piparinn langsum og fræhreinsið. Saxið gróft.
  4. Setjið hvítlaukinn, chili piparinn, pintóbaunir, kanil, cumin, ólífuolíu, eplasafa, sítrónusafa, coriander, salt og pipar í matvinnsluvél. Maukið vel.
  5. Bragðið til með salti, pipar og e.t.v. sterkri piparsósu ef þið viljið sterkara bragð.

Gott að hafa í huga

  • Eins og kemur fram í bókinni góðu er gott að nota baunamaukið bæði inn í tortilla pönnukökur og sem álegg ofan á brauð.
  • Maukið má frysta.