Ólífubrauðbollur með pestó og parmesan

Ég bjó til þessar bollur því mig langaði í bollur til að bera fram með tómatsúpunni frá Zansibar.

Þessar bollur passa rosa vel við tómatsúpuna og það er&;líka mjög gott að rista þær og setja ost á milli. Hægt er að nota rautt pestó og grænar ólífur í staðinn fyrir grænt pestó og svartar ólífur.

Athugið að pestó inniheldur hnetur (furuhnetur) sem sumir hafa ofnæmi fyrir.


Ólífubrauðbollur með pestó og parmesan

Þessi uppskrift er:

  • Án eggja

Þessa uppskrift er auðvelt að gera:

  • Án mjólkur
  • Vegan (fyrir jurtaætur)

Ólífubrauðbollur með pestó og parmesan

Gerir um 10 bollur

Innihald

  • 250 g spelti
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 0,5 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
  • 55 g sólblómafræ (má nota sesamfræ)
  • 40 g hirsi, heilt
  • 100-200 ml sojamjólk
  • 1 msk sítrónusafi
  • 2 tsk agavesíróp
  • 2 msk safi af ólífunum (má sleppa)
  • 10 svartar ólífur sneiddar (má nota grænar í staðinn)
  • 1 msk parmesan ostur, rifinn
  • 2 msk grænt pestó (má nota rautt líka)
  • 100 ml vatn

Aðferð

  1. Blandið spelti, salti, hirsi, sólblómafræjum og vínsteinslyftidufti saman í stóra skál.
  2. Blandið saman 50 ml af sojamjólk og sítrónusafanum. Látið standa á borðinu þangað til mjólkin fer að mynda kekki (í um 15 mínútur). Hellið út í stóru skálina
  3. Sneiðið ólífurnar og rífið parmesan ostinn fínt á rifjárni.
  4. Bætið agavesírópi og afanginum af sojamjólkinni sojamjólk saman við ásamt ólífusafanum og hrærið varlega (aðeins 8-10 sinnum).
  5. Bætið ólífum og pestó ásamt parmesan ostinum út í. Hrærið varlega.
  6. Bætið meiri vökva við ef þarf. Hægt á að vera móta bollurnar án þess að þær klístrist mjög við hendurnar.
  7. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Mótið um 10 bollur og setjið á bökunarpappírinn. Gott er að nota ískúluskeið.
  8. Bakið við 200°C í um 20-25 mínútur.

Gott að hafa í huga

  • Nota má rautt pestó og grænar ólífur í staðinn fyrir grænt pestó og svartar ólífur.
  • Í staðinn fyrir sojamjólk getið þið einnig notað haframjólk, hrísmjólk, möndlumjólk eða undanrennu.
  • Skipta má út venjulegum parmesan fyrir sojaparmesan ef þið hafið mjólkuróþol.
  • Ef þið notið súrmjólk, AB mjólk eða jógúrt má sleppa sítrónusafanum.
  • Hirsi fæst í heilsubúðum og í heilsudeildum stærri matvöruverslana.

Ummæli um uppskriftina

gestur
21. júl. 2011

Gæti maður sett súrmjólk í staðinn fyrir hvað, sojamjólk og sítrónusafa?

sigrun
21. júl. 2011

Já, eða AB mjólk