Melónu-, peru- og ananasdrykkur
15. október, 2006
Þessi drykkur (smoothie) er einstaklega nærandi og hreinsandi því bæði melónur og perur eru trefjaríkar. Góður drykkur fyrir sál og líkama!
Athugið að þið þurfið blandara til að útbúa þennan drykk.
 
Þessi uppskrift er:
- Án glúteins
- Án mjólkur
- Án eggja
- Án hneta
- Vegan
Melónu-, peru- og ananasdrykkur
Fyrir 2
Innihald
- Hálf vel þroskuð galia melóna (þessar sem eru grænar að innan)
- 1 vel þroskuð pera, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í stóra bita
- 200 ml hreinn ananassafi (eða eplasafi)
- Nokkrir ísmolar
Aðferð
- Afhýðið melónuna, fræhreinsið og skerið í bita.
- Afhýðið peruna, kjarnhreinsið og skerið í bita.
- Setjið ísmolana í blandarann og hellið 50 ml af ananassafanum út á. Blandið í nokkrar sekúndur.
- Bætið melónunni og perunni út í ásamt afganginum af ananassafanum. Blandið í um 10 sekúndur eða þangað til silkimjúkt.
- Hellið í glös og berið fram strax.
Gott að hafa í huga
- Það er líka gott að bæta hálfum, vel þroskuðum banana eða aprikósu út í til tilbreytingar.
- Það má líka nota kantalópu (cantaloupe) (melóna sem er appelsínugul að innan).
Tengdar uppskriftir
© CafeSigrun 2024