Mango- og appelsínudrykkur

Upplagt er að búa til þennan drykk þegar maður á mango sem er alveg að renna út á tíma! Þetta er próteinríkur drykkur, inniheldur holla fitu og er fullur af C vítamíni og trefjum í þokkabót.

Athugið að þið þurfið blandara til að útbúa þennan drykk.

Smakkið til með agavesírópi eða hlynsírópi ef þarf.
Bætið við meira af jógúrti eða safa ef þarf.

Nota má undanrennu, hrísmjólk, haframjólk eða möndlumjólk í staðinn fyrir sojamjólk.
 

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Vegan

Þessa uppskrift er auðvelt að gera:

 • Án hneta

Mango- og appelsínudrykkur

Fyrir 2-3

Innihald

 • 1 mango, mjög vel þroskað, afhýtt og skorið í grófa bita
 • Hálf appelsína, skræld og rifin í nokkra bita/báta
 • Hálfur banani (má sleppa)
 • 50 ml appelsínusafi
 • 100 ml sojamjólk (eða önnur mjólk)
 • 2 msk hnetusmjör (án viðbætts sykurs, lífrænt framleitt)
 • Nokkrir ísmolar

Aðferð

 1. Afhýðið mango, fjarlægið steininn og skerið mangokjötið í bita.
 2. Skrælið appelsínuna mjög vandlega (þannig að ekkert af hvíta hlutanum sé eftir), fjarlægið alla steina og skerið í stóra bita.
 3. Setjið ísmolana í blandarann og hellið appelsínusafanum út á. Blandið í nokkrar sekúndur.
 4. Setjið mango, sojamjólk, banana, appelsínu og hnetusmjör út í og blandið í um 20 sekúndur eða þangað til silkimjúkt.
 5. Ef drykkurinn er of þykkur má bæta meira af sojamjólk/appelsínusafa saman við.
 6. Hellið í glös og berið fram strax.

Gott að hafa í huga

 • Hægt er að nota hreint skyr í þennan drykk til að auka próteinmagnið.
 • Nota má undanrennu, hrísmjólk, haframjólk eða möndlumjólk í staðinn fyrir sojamjólk.