Majones II

Heimatilbúið majones. Majones er svo sem aldrei holltustuvara en þetta er ekki með neinum aukaefnum, hvítum sykri, gúmmíi eða öðrum viðbættum efnum, aðeins náttúrulegum afurðum. Ef þið eigið matvinnsluvél með stillanlegum hraða er best að nota hann, en annars má nota blandara (majonesið er best að útbúa á meðalhraða).

Athugið að þeir sem eru viðkvæmir fyrir (eldri einstaklingar, ungbörn, ófrískar konur) eiga að forðast að neyta hrárra eggja.


Majones, aldrei hollt svo sem en heimatilbúið er alltaf best

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án hneta

Majones II

Gerir um 250 ml af majonesi

Innihald

 • 2 eggjarauður (hráar)
 • 2 dropar stevia (eða 0,5 tsk hunang)
 • 4-5 tsk sítrónusafi eða hvítvínsedik
 • 250 ml ólífuolía
 • 0,5 tsk paprika
 • 0,5 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
 • 0,5 tsk sinnespduft (enska: ground mustard)
 • 4 tsk heitt, nýsoðið vatn

Aðferð

 1. Þeytið eggjarauður, salt, sinnepsduft, stevia, papriku og 1 tsk af sítrónusafa í lítilli skál þangað til blandan verður þykk og ljósgul.
 2. Ef þið notið matvinnsluvél eða blandara blandið þá á meðalhraða.
 3. Bætið 60 ml af olíunni út, dropa fyrir dropa og blandið allan tímann.
 4. Bætið 1 tsk sítrónusafa og 2 tsk heitu vatni út í.
 5. Bætið aftur 60 ml af ólífuolíu, dropa fyrir dropa, blandið allan tímann.
 6. Bætið 1 tsk sítrónusafa og 2 tsk heitu vatni út í.
 7. Bætið aftur 60 ml af olíu út í, í mjórri, stöðugri bunu, blandarinn á að vera í gangi allan tímann.
 8. Bætið afganginum af sítrónusafanum og hellið afganginum af olíunni hægt út í.
 9. Ef þið viljið majonesið þynnra, bætið þá meira af heitu vatni saman við. Setjið plastfilmu yfir og kælið.
 10. Geymist í um viku í kæli.


 11.  

 

 

 

Gott að hafa í huga

 • Gott er að setja út í majonesið alls kyns ferskt krydd, steinselju, hvítlauk o.fl. Það skal gera eftir að búið er að útbúa majonesið.
 • Sinnepsduft fæst í flestum stærri matvöruverslunum eða í verslunum sem sérhæfa sig í austurlenskum matvörum.
 • Notið hamingjuegg ef þið mögulega getið.
   

Ummæli um uppskriftina

Kolla1
16. júl. 2011

Sæl, er hægt að nota dijon sinnep í staðin fyrir duftið? :)

sigrun
16. júl. 2011

Alveg örugglega. Er ekki viss með magnið (líklega þarftu aðeins meira af sinnepinu en duftinu) en smakkaðu bara til.