Kryddaðar strengjabaunir

Þessi uppskrift er komin frá Tamila fólkinu í suðurhluta Indlands (reyndar fékk ég hana bara úr indverskri matreiðslubók sem ég á). Baunirnar eru gott meðlæti með ýmsum grjóna- og karríréttum. Frekar bragðsterkt&;meðlæti&;en alls ekki um of.

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan

Kryddaðar strengjabaunir

Fyrir 3-4 sem meðlæti

Innihald

 • 1 msk kókosolía
 • 1 msk fínt rifið eða saxað engifer
 • 2 litlir rauðir chili pipar, saxaðir smátt
 • 2 hvítlauksgeirar saxaðir smátt eða pressaðir
 • 2 tsk coriander fræ
 • 1 tsk brún sinnepsfræ
 • 0,5 tsk fenugreek fræ
 • 560 g snake beans (langar baunir sem hlykkjast í u, fást stundum í stærri matvöruverslunum og kallast stundum strengjabaunir eða green beans. Franskar baunir eru einnig fínar í þennan rétt
 • 125 ml kókosmjólk
 • 2 msk fersk corianderlauf, söxuð (má sleppa)

Aðferð

 1. Afhýðið og rífið engiferið eða saxið smátt.
 2. Skerið chili piparinn langsum og fræhreinsið. Saxið smátt.
 3. Pressið hvítlauksgeirana eða saxið þá smátt.
 4. Hitið kókosolíu á stórri pönnu og bætið vatni saman við ef þarf meiri vökva.
 5. Bætið engiferi, chili, hvítlauk og coriander-, sinneps-, og fenugreekfræjum á pönnuna og hitið í 2 mínútur.
 6. Bætið baununum saman við og hitið í 5 mínútur.
 7. Bætið kókosmjólkinni saman við og leyfið öllu að hitna vel eða þangað til mesti vökvinn er að mestu leyti gufaður upp. Gætið tekið um 30 mínútur.
 8. Áður en rétturinn er borinn fram, dreifið þá söxuðu coriander laufunum yfir.

Gott að hafa í huga

 • Þetta meðlæti er einnig gott kalt svo það er allt í lagi að geyma það yfir nótt og borða daginn eftir.
 • Fenugreek fræ eru ljósbrún, eins og pínulitlir leirmolar í útliti. Þau fást yfirleitt í verslunum sem selja austurlenskar matvörur. Ef þið finnið ekki fenugreek fræ er best að sleppa þeim alveg þ.e. það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir fræin í matargerð.