Kiwi- og bananadrykkur

Þetta var bara svona tilraun einn laugardaginn með ávexti úr ísskápnum. Saðsamur og hollur drykkur, fullur af vítamínum og skemmtilega grænn á litinn.

Athugið að blandara þarf til að útbúa þennan drykk.

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan

Kiwi- og bananadrykkur

Fyrir 2

Innihald

 • 1 vel þroskað kiwi, afhýtt og skorið í stóra bita
 • Nokkrir ísmolar
 • 50 ml sojamjólk (eða önnur mjólk)
 • 50 ml appelsínusafi, hreinn
 • 100 ml sojajógúrt eða venjuleg jógúrt
 • 1 vel þroskaður banani

Aðferð

 1. Afhýðið kiwiið og skerið í stóra bita.
 2. Setjið ísmola í blandara ásamt 50 ml af sojamjólk. Blandið í um 5 sekúndur.
 3. Setjið kiwi, banana, appelsínusafa og sojajógúrt í blandarann og blandið í um 10 sekúndur.
 4. Hellið í glös og berið fram strax.

Gott að hafa í huga

 • Ef kiwiið er ekki nógu vel þroskað, er ágætt að setja eina msk af agavesírópi út í drykkinn svo hann verði ekki súr.
 • Gætið þess að blanda drykkinn ekki mjög lengi því ef steinarnir í kiwiinu fara að brotna gæti drykkurinn orðið bitur á bragðið.
 • Nota má hrísmjólk, möndlumjólk, sojamjólk eða haframjólk í staðinn fyrir léttmjólk.