Jarðarberja- og banana tofudrykkur

Þessi drykkur er fullur af próteinum og vítamínum og er upplagður eftir ræktina eða í eftirmiðdaginn þegar mann vantar orkuskot. Þessi drykkur hentar vel fyrir þá sem eru með mjólkuróþol en einnig þeim sem eru jurtaætur (enska: vegan). Þið skuluð endilega vera óhrædd við að prófa tofu (mikilvægt að kaupa mjúkt tofu) því það er nánast hlutlaust í bragði. Ef þið viljið ekki tofu, getið þið notað hreint skyr í staðinn.

Athugið að þið þurfið blandara fyrir þessa uppskrift.


Drykkurinn fíni úr jarðarberjum, bönunum og tofu

Þessi uppskrift er:

  • Án glúteins
  • Án mjólkur
  • Án eggja
  • Án hneta
  • Vegan

Jarðarberja- og banana tofudrykkur

Fyrir 1-2

Innihald

  • 15 jarðarber, snyrt og þvegin
  • 2 meðalstórir, vel þroskaðir bananar
  • 150 ml appelsínusafi (ef þið viljið þynnri drykk, bætið þá meiri appelsínusafa við)
  • 2-3 msk agavesíróp (eða hreint hlynsíróp) (enska: maple syrup), agavesíróp eða acacia hunang
  • 300 g mjúkt tofu

Aðferð

  1. Setjið ísmolana í blandara ásamt 50 ml af appelsínusafanum. Blandið í 5 sekúndur.
  2. Skolið jarðarberin og snyrtið þau. Setjið þau í blandarann ásamt afganginum af appelsínusafanum og blandið í um 10 sekúndur.
  3. Bætið bönunum saman ásamt tofuinu og agavesírópinu og blandið í um 10 sekúndur eða þangað til silkimjúkt.
  4. Smakkið til með agavesírópi og appelsínusafa ef þið viljið sætari/þynnri drykk.

Gott að hafa í huga

  • Það má vel nota AB mjólk eða skyr í staðinn fyrir tofuið en athugið að drykkurinn verður þynnri.