Gulrótar- og kartöflumauk

Þessi blanda, gulrætur og kartöflur er sígild blanda sem örugglega flest börn hafa smakkað einhvern tímann á fyrsta æviárinu. Gulræturnar eru mátulega sætar á móti kartöflunum og því er þetta gott mauk til að byrja á. Breyta má hlutföllum eftir vild og auðvitað bæta við öðru grænmeti t.d. spergilkáli eða blómkáli. Maukið hentar 6 mánaða og eldri.


Gulrót og kartafla, sígild blanda

Þessi uppskrift er:

  • Án glúteins
  • Án eggja
  • Án hneta

Gulrótar- og kartöflumauk

Gerir 6-8 skammta

Innihald

  • 175 g lífrænt ræktaðar gulrætur, afhýddar, þvegnar og saxaðar gróft
  • 175 g lífrænt ræktuð kartafla, afhýdd, þvegin og söxuð gróft
  • 1 tsk olía t.d. ólífuolía eða smjör.
  • 1-2 tsk vatn eða stoðmjólk/þurrmjólk/móðurmjólk

Aðferð

  1. Gufusjóðið gulrætur og kartöflur í um 15-20 mínútur eða þangað til þær eru orðnar mjúkar.
  2. Látið vatnið renna af grænmetinu og maukið vel í matvinnsluvél eða með töfrasprauta ásamt mjólk/vani.
  3. Ef maukið er stíft má nota smávegis af soðinu.
  4. Maukið alveg þangað til enginn biti er eftir. Gott er líka að nota sigti eða síu.
  5. Blandið smjöri eða olíu saman við og látið kólna þangað til maukið er orðið ylvolgt.

Gott að hafa í huga

  • Maukið má frysta.
  • Gott er að frysta í klakabox og setja molana svo í góða frystipoka. Merkið pokana með innihaldi og dagsetningu.
  • Börn eiga misjafnlega auðvelt með að kyngja mat svo bætið við meira af soðinu ef ykkur finnst það henta.
  • Gott getur verið að bæta við þurrmjólkurdufti eða smávegis af móðurmjólkinni út í maukið í fyrstu skiptin.
  • Gott er að blanda smávegis af hrísmjöli saman við grautinn til að auka fjölbreytni.