Glassúr á vatnsdeigsbollur
10. febrúar, 2015
Þessi uppskrift er afskaplega einföld og fljótleg og tekur aðeins nokkrar mínútur að henda henni saman. Glassúrinn er upplagður á vatnsdeigsbollur (bolludagsbollur), skúffukökur eða kanilsnúða. Hann inniheldur engan sykur en ef þið eigið ekki erythritol getið þið malað hrásykur í hreinni kryddkvörn í nokkrar sekúndur.
Þessi uppskrift er:
- Án glúteins
- Án mjólkur
- Án eggja
- Án hneta
- Vegan
Glassúr á vatnsdeigsbollur
Á 10-12 stórar bollur
Innihald
- 100 g erythritol flórsykur (eða fínmalaður hrásykur)
- 2-3 msk kakó
- 1-2 msk vatn
- 1 tsk vanilludropar úr heilsubúð
Aðferð
- Hrærið hráefnunum saman. Bætið kakói eða vatni við eftir þörfum ef glassúrinn er of blautur eða þurr.
Gott að hafa í huga
- Mörgum finnst gott að nota kalt kaffi í staðinn fyrir vatnið og gefur kaldur espresso ægilega gott bragð (en hentar síður litla fólkinu).
Tengdar uppskriftir
© CafeSigrun 2024