Sumaruppskriftir
Hér má finna sumarleg salöt, drykki og safa, alls kyns ís, frostpinna o.fl. Einnig má finna hollar kaldar sósur og fleira meðlæti sem passar t.d. með grillmatnum. Flokkurinn verður opinn fram í byrjun ágúst.

Kókosbananar með afrískum áhrifum
Afbragðsgott sem meðlæti með krydduðum mat t.d. indverskum og thailenskum en einnig hentar hann vel með bragðmiklum afrískum mat.

Kryddað kjúklinga- og vínberjasalat
Þetta er einfaldur og hollur réttur, upplagður á sumardegi eða þegar maður vill bera fram kaldan og hollan rétt.

Krækiberja- og engiferdrykkur
Þessi drykkur er ferskur og frísklegur og upplagður á haustin þegar maður á krækiber.

Kúrbítshummus
Þessi uppskrift er úr Rawvolution bókinni minni sem er hráfæðisbók. Hummusinn er léttari en hefðbundinn hummus enda er notaður kúrbítur (zucchini, courgette) í stað kjúklingabauna.

Límónu- og macadamiakökur
Macadamiahnetur minna mig alltaf á Afríku og þá sérstaklega Kenya því í hvert skipti sem ég fer þangað kaupi ég hrúgu af macadamiahnetum enda eru þær ódýrar þar.

Litlar ávaxtabökur með carob- og cashewkremi
Það er fátt sem toppar þennan eftirrétt í hollustu. Hann inniheldur holla fitu, trefjar, prótein, vítamín, flókin kolvetni og fleira gott fyrir okkur.

Mango- og appelsínudrykkur
Upplagt er að búa til þennan drykk þegar maður á mango sem er alveg að renna út á tíma! Þetta er próteinríkur drykkur, inniheldur holla fitu og er fullur af C vítamíni og trefjum í þokkabót.

Mango- og bananamuffins með pecanhnetum
Það er eitthvað undursamlegt við mango, banana og pecanhnetur. Mango er gríðarlega mikið notað í Afríku og bananar einnig.

Mango- og hnetusmjörsdrykkur
Ég var að nota mango og banana sem var á síðasta snúningi og úr varð alveg voðalega góður drykkur (smoothie).

Mango- og kókosís
Þessi ís er afar bragðgóður enda mjög skemmtilegt bragð sem kemur þegar maður blandar mango og kókos saman.

Mangokarrísósa
Þessi uppskrift hentar með alls kyns mat, t.d. kjúklingi og fiski og einnig með alls kyns grænmetisréttum, helst þá af indverskum toga. Létt og góð sósa og passlega sterk!

Mangomauk (mango chutney)
Ég er svo ótrúlega montin yfir að hafa búið til mango chutney og það eitt besta mango chutney sem ég hef smakkað.

Melónu- og jógúrtdrykkur
Hreinsandi og nærandi drykkur (smoothie), fullur af vítamínum. Upplagður í morgunsárið eða að loknum krefjandi vinnudegi þegar mann langar í eitthvað sætt... en hollt.

Melónu-, peru- og ananasdrykkur
Þessi drykkur (smoothie) er einstaklega nærandi og hreinsandi því bæði melónur og perur eru trefjaríkar. Góður drykkur fyrir sál og líkama!

Möndlu- og agúrkusalat
Þetta salat er alveg hreint dæmalaust hollt og hreinsandi. Það er beinlínis barmafullt af vítamínum, próteinum, kalki, trefjum, steinefnum, andoxunarefnum og ég veit ekki hvað.

Morgunverðarmuffins með appelsínukeim
Þessi uppskrift er upprunalega frá Nigellu Lawson (úr How to be a Domestic Goddess) en ég er aðeins búin að hollustuvæna hana.

Mozzarella salat með tómötum og basil
Þetta salat þekkja eflaust margir sem hafa verið á Ítalíu og er líklega ein af ástæðunum fyrir því að Ítalir lifa svona lengi.

Myntu-, kiwi- og ananasdrykkur
Þessi uppskrift er úr bókinni Lean Food sem er úr The Australian Womens Weekly seríunni sem ég held mikið upp á.

New York salat með grilluðu grænmeti og hnetum
Þetta salat er undir beinum áhrifum frá New York. New York er eins og allt sem maður sér í sjónvarpsþáttum og bíómyndum og auðvitað meira en það! Þvílíkt matarhimnarríki.

Ostakaka með grísku jógúrti og pistachiohnetum
Sko þessi ostakaka hét fyrst curd ostakaka en curd er enska fyrir ysting og mér fannst ekki hægt að nefna kökuna ystingsostaköku, hljómar ekki beint girnilega.

Papaya- og bananahristingur
Ég átti papaya sem var á leiðinni að skemmast svo ég ákvað að skera það í bita og frysta það. Var reyndar ekki viss um hvort yrði í lagi með það en ákvað að prófa og notaði í „hristing”.

Pasta með reyktum laxi eða silungi
Þetta er æðislega góð uppskrift. Ég nota yfirleitt reyktan silung úr Slíðdalstjörn í Borgarfirði (vatninu sem foreldrar mínir og fleiri eru með á leigu).

Pasta með reyktum laxi og spínati
Fyrir ykkur sem ekki veiðið (og reykið) fiskinn sjálf þá er auðvelt að kaupa reyktan fisk í flestum verslunum (bæði silung og lax).

Pecanhnetu- og cashewmaukskökur
Ferlega góðar og öðruvísi kökur sem gaman er að bjóða upp á t.d. í matar- eða saumaklúbbnum. Þær eru afar saðsamar enda fullar af hollustu.