Sumaruppskriftir

Síða 2 af 6

Hér má finna sumarleg salöt, drykki og safa, alls kyns ís, frostpinna o.fl. Einnig má finna hollar kaldar sósur og fleira meðlæti sem passar t.d. með grillmatnum. Flokkurinn verður opinn fram í byrjun ágúst.


Mildur og góður kjúklingaréttur fyrir alla fjölskylduna

Coronation kjúklingasalat

Ég hef séð coronation chicken samlokur hérna í UK og þær eru ekki mjög geðslegar, vaðandi í smurolíumajonesi og glúkósasírópi.

Djúsí hnetukaka, borin fram með þeyttum rjóma

Djúsí kaka með hnetum

Þessi kaka er afar ljúffeng og holl með öllum hnetunum og þurrkuðu ávöxtunum. Hún er ekki hráfæðiskaka því hneturnar eru ristaðar og súkkulaðið er ekki hrátt en auðvelt er að leysa hvoru tveggja.

Hollir og góðir bitar, tilvaldir í nestið

Döðlu- og appelsínubitar

Valhnetur eru algjörar galdrahnetur, stútfullar af omega 3 fitusýrum sem eru svo góðar til að sporna gegn hjartasjúkdómum og of háum blóðþrýstingi.

Döðlu- og hnetubúðingur

Þetta er bragðgóður og sérlega hollur búðingur og hentar einstaklega vel fyrir þá sem hafa mjólkuróþol. Ég geri hann oft á föstudegi til að eiga yfir helgi því hann geymist vel.

Hollur og góður súkkulaðiís

Döðlu- og súkkulaðiís

Ég var ekki mikið fyrir að búa til ís hérna áður fyrr, því aðaluppistaðan í þessum hefðbundnu ísuppskriftum er yfirleitt eggjarauður, sykur og rjómi.

Eftirrétturinn; sumar og sólskin í glasi

Eftirréttur úr sojajógúrti

Prótín, vítamín og flókin kolvetni, kalk og engar mettaðar fitusýrur til að stífla æðarnar. Uppskriftin að hinum fullkomna eftirrétti? Já líklega.

Einfalt, sumarlegt og litríkt salat

Einfalt salat með tahini salatsósu (dressingu)

Salöt finnst mér best ef í þeim er blanda af grænu, sætu og hráu. Mér finnst sem sagt best að blanda saman grænum blöðum, svolitlu af sætu (eins og mango, eplum, jarðarberjum, vínberjum).

Hressandi engifer- og melónudrykkur

Engifer- og melónudrykkur

Þessi drykkur er bara fullur af hollustu. Engifer er hreinsandi og gott fyrir meltinguna og melónan er full af vítamínum. Nota má bæði Galia melónu (ljósgræn að innan) eða hunangsmelónu.

Engiferöl, frískandi og hollt

Engiferöl

Þetta er mín útgáfa af engiferöli (Ginger Ale)” sem er drykkur sem margir sem hafa búið erlendis þekkja.

Holl og góð salatsósa

Epla- og tamarisósa (dressing)

Þessi tamarisalatsósa (dressing) er fín yfir salöt og alls kyns borgara og grillmat. Hún er algjörlega fitulaus og hentar því vel fólki sem vill fá bragðgóða salatsósu en ekki of hitaeiningaríka.

Epla- og vínberjasafi

Epla- og vínberjasafi

Þessi drykkur er nú eins einfaldur og þeir gerast helst. Nota má blá, græn eða rauð vínber (blá eru hollust því þau innihalda mest af andoxunarefnum) en mikilvægt er að þau séu steinalaus.

Frosin jesúterta, full af vítamínum en alger orkubomba

Frosin jesúterta

He he, fyndið nafn í ljósi þess að ég er minnst trúaða manneskja sem fyrir finnst.

Frosnir bananar með ídýfu

Frosnir bananar með súkkulaði og ídýfu

Hafið þið séð þættina Arrested Development?

Einstaklega bragðgóður og frískandi drykkur eftir hlaupin

Greipaldin- og límónudrykkur

Eiginmaðurinn er að æfa fyrir sitt annað Laugavegsmaraþon og því fylgja alls kyns tilraunir hvað varðar næringu og drykk á langhlaupum.

Grillað mango, gult eins og sólin

Grillað mangó

Þessi réttur er með einföldustu eftirréttum sem til eru en engu að síður er hann góður og hollur.

Grillsósan fína frá Afríku

Grillsósa Abdalla Hamisi

Þegar við fórum í eina af ferðunum okkar til Afríku (Kenya) vorið 2006 þá gistum við á stað, sunnarlega á Diani ströndinni í Mombasa.

Grísk salatsósa

Þetta er holl og góð sósa sem hentar með alls kyns mat, t.d. grænmetisbuffum, niðurskornu grænmeti, grillmat, á salöt o.fl.

Grísk tzatziki ídýfa

Þetta er fín ídýfa t.d. með brauði en einnig er gott að nota hana með alls konar grilluðum mat.

Allt er vænt sem vel er grænt

Græni ísinn

Þessi ís er ofsalega hollur og góður. Svo er hann ljómandi fallegur á litinn svona fagurgrænn!! Það er ekki alltaf sem ísinn kemst alla leið í frystinn því blandan sjálf er svo fáránlega góð.

Allt er vænt sem vel er grænt - Hollt guacamole

Guacamole

Guacamole er í rauninni bara avocadomauk. Það hentar ótrúlega vel með alls konar krydduðum mat eða með burrito.

Hollur og seðjandi gulrótardrykkur

Gulrótar- og ávaxtadrykkur

Gulrætur eru yfirfullar af A vítamíni (Beta Carotene) ásamt B1, B3, B6, fólinsýrum og kalíum (potassium) og þær innihalda einnig járn.

Gulrótarsafinn sívinsæli

Gulrótar- og sellerísafi

Þessi safi er frægur í safaheimum (sennilega jafn frægur og Madonna í mannheimum) en líklega þarf hann samt ekki lífverði og svoleiðis.

Sólskin í skál, algjört vítamínsalat

Gulrótar-, ananas og rúsínusalat frá Kenya

Þetta salat hef ég fengið oft og mörgum sinnum í Kenya. Ég hef líka fengið salatið í Tanzaníu enda kannski ekki skrýtið þar sem ananas vex á báðum stöðum og er mikið notaður í matargerð.

Gulrótarkaka sem lítur út eins og óholl kaka en er voða holl

Gulrótarkaka með möndlu- og kókoskremi

Kaka sem er best á þriðja degi! Hún er full af kalki, próteinum, hollri fitu og milljón vítamínum.

Suðrænn muffins með ananas og kókos

Hawaii ananasmuffins

Þessi uppskrift er upprunalega úr bók sem ég pantaði af Amazon og heitir The Joy of Muffins. Nigella Lawson (sjónvarpskokkur) mælti með henni og ég sé ekki eftir að hafa keypt hana.