Sumaruppskriftir
Hér má finna sumarleg salöt, drykki og safa, alls kyns ís, frostpinna o.fl. Einnig má finna hollar kaldar sósur og fleira meðlæti sem passar t.d. með grillmatnum. Flokkurinn verður opinn fram í byrjun ágúst.
Ananas og ástaraldin með ristuðum kókosflögum
Þetta er auðveldur eftirréttur sem er suðrænn, litríkur og hollur. Ananas er mjög trefjaríkur og er sérlega góður fyrir meltinguna því hann inniheldur meltingarensímið bromelain.
Ananas- og gulrótarmuffins
Nammi namm. Þessir eru sumarlegir og góðir með fullt af vítamínum, trefjum og viðlíka hollustu.
Ananas- og kókosís
Þessi ís er sá fyrsti sem ég prufa með stevia sætu eingöngu. Enginn viðbættur sykur er í ísnum.
Ananasdrykkur
Þetta er hollur og góður drykkur, ananas á að hreinsa þvagfærakerfið, bæta meltinguna (inniheldur meltingarensímið bromelain), styrkja beinin, lækka blóðþrýsting, er trefjaríkur og ég veit ekki hvað.
Appelsínu, gulrótar og engifersdrykkur
Þessi drykkur er fullur af C vítamíni og er hreinsandi líka. Engiferið róar magann og oft hefur engifer verið talið betra en sjóveikistöflur þegar maður er sjóveikur.
Appelsínu- og engiferkaka
Þessi kaka er án glúteins og hentar því vel fólki sem þolir glútein illa eða hefur ofnæmi fyrir því. Kakan er mjög góð með kaffinu og er frískleg á bragðið.
Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco
Þetta salat er frískandi og sumarlegt og alveg frábært til að bera fram sem öðruvísi salat hvort sem þið berið fram hefðbundið grænt salat líka eða ekki.
Ástaraldin- og mangodrykkur
Þessi drykkur er Afríka í glasi (eða að minnsta kosti Tanzanía og Kenya í glasi).
Ávaxta- og cashewhnetuís
Þessi ís er ekkert nema vítamín og hollusta. Uppskriftin að ísnum kemur úr bók sem heitir einfaldlega RAW eftir strák að nafni Juliano.
Ávaxtasalat frá Afríku
Á öllum hótelum sem ég hef komið á í Austur Afríku (og þau eru mörg) er borið fram einhvers konar ávaxtasalat í bland við kökur og pönnukökur og fleira góðgæti fyrir svanga ferðamenn.
Avocado- og melónusalat með sítrónugrass-jógúrtsósu
Algjört dásemdar sumarsalat. Cantaloupe melónur eru pakkfullar af Beta Carotene (sem umbreytist í A vítamín í líkamanum) og C vítamínum og eru sérlega góðar fyrir heilsu augnanna.
Avocado-, ananas- og rauðlaukssalat
Þetta salat er frísklegt og gott meðlæti með t.d. grillmat. Það minnir mikið á Afríku en uppskriftin er þó bara úr hausnum á mér (en undir miklum afrískum áhrifum).
Banana- og hnetukaka með sítrónu-kókoskremi
Þessi holla og sumarlega kaka er óskaplega einföld og það þarf engan bakstursofn til að útbúa hana og hentar því vel t.d. í sumarbústaðnum ef þið eruð ekki með bakaraofn.
Banana- og kókosdrykkur
Þetta er afar bragðgóður, einfaldur og hollur drykkur (smoothie).
Banana-, möndlu- og jógúrtsalat
Þetta salat er mjög hollt og bragðgott og er einkar fljótlegt í undirbúningi. Það passar vel með krydduðum mat eins og þeim sem maður fær stundum frá Indlandi og Mexico.
Bananadrykkur frá Nairobi
Það var um haustið 2007 þegar við Jóhannes vorum (oft sem áður) í Nairobi. Við vorum nýkomin frá Zanzibar en þar áður höfðum við verið að lóðsa nokkra hópa fólks um Kenya.
Bananashristingur (Banana- og ananas hristingur)
Þetta er reglulega svalandi og frískur sumardrykkur.
Bananasplitt (bakaðir bananar)
Þetta er eftirréttur sem má gera annað hvort heima eða bara úti á grillinu, á ferðalaginu, upp í sumarbústað eða hvar sem er.
Bláberja- og bananaís
Bláber og bananar. Namm. Þessi ís er mjólkurlaus og eggjalaus og hentar því vel fólki með þess konar óþol..hann er líka góður þó maður hafi ekkert óþol og er sérlega hollur.
Bláberja- og súkkulaðiís
Ohhh ég slefa við tilhugsunina. Bláber og súkkulaði , nammi namm. Þessi ís ætti eiginlega að heita andoxunarís með cashewhnetum.
Bláberjaísterta
Hafið þið einhvern tímann spáð í hvort að bláber haldi fegurðarsamkeppni? Ég gat ekki annað eftir einn berjamóinn. Ég valdi þátttakendur í keppnina og við Jóhannes dæmdum.
Bruschetta (snittubrauð með tómötum, hvítlauk og ólífuolíu)
Þetta er svoooo, svoooo, svoooo góð samsetning og ekki versnar hún með vel þroskuðu avocadoi söxuðu ofan á tómatana. Namm.
Cashewís
Þetta er ægilega góður ís og hentar vel fyrir þá sem eru með mjólkuróþol eða vilja engar dýraafurðir og/eða eru jurtaætur (enska: vegan).
Coriander og papaya raita (jógúrtsósa)
Þetta salat passar vel með ýmsum mat, þó sérstaklega vel með krydduðum indverskum mat því þetta er svona „kælisalat" :) þegar maður er alveg með logana í munninum!!!
Coriander- og perusalsa
Þetta er gott meðlæti, afar ferskt og hollt og passar með réttum frá ýmsum löndum t.d. frá Indlandi, Thailandi, Afríku og meira að segja með grillmatnum á Íslandi.