Pasta/núðluréttir
Ég verð að viðurkenna að ég borða ekki mikið af pasta eða núðlum. Þegar ég bý til pastarétt þá reyni ég alltaf að nota speltpasta í staðinn fyrir venjulegt pasta og það er mjög svipað að flestu leyti. Svo hef ég stundum keypt ferskt pasta líka. Það eru tveir aðrir kostir í stöðunni en þeir eru að kaupa heilhveitipasta eða búa til sitt eigið (sem ég hef ekki komist upp á lag með að gera). Ég hef heyrt að þeir sem búa til sitt eigið pasta kaupi aldrei aftur venjulegt, þurrt pasta!!
Það eru ótal margar gerðir af pasta til (skrúfur, ræmur, rör o.fl.) og fer eftir því hvað maður er að elda hverju sinni, hvað er best að nota. Til dæmis er gott að nota skrúfur og rör í pasta með þykkum sósum og flatar núðlur eða spaghetti er gott að nota ef maður er t.d. með sjávarréttapasta. Mér finnst alltaf best að hafa pasta í lágmarki í matnum og leyfa heldur grænmetinu eða því aðalinnihaldi sem verið er að nota það sinnið, í aðahlutverki.
Thailenskur kjúklingur í hnetusósu (Satay)
Þessi réttur er hreinn unaður. Hann er hitaeiningaríkur svo maður ætti nú bara að borða hann spari en hann er syndsamlega góður (ég borðaði hann með grænmeti og hann var dásamlegur).
Túnfiskspastaréttur
Ég hafði aldrei þorað að setja túnfisk í pasta, veit ekki afhverju, mér hafði aldrei þótt það girnilegt þegar ég sá myndir í uppskriftabókum.
Túnfiskur með núðlum
Þetta er afar próteinrík og holl fæða og ekki amalegt að fá sér svona fína blöndu af kolvetnum og próteinum eftir ræktina! Gerist varla betra.
Útilegunúðluréttur
Þessi uppskrift er eiginlega hugmyndin hans Jóhannesar.
Útilegupottréttur með kúskús
Þetta er sniðugur réttur fyrir þá sem eru að hugsa um heilsuna upp á fjöllum og vilja hollan og góðan mat í stað þess að kaupa tilbúinn (yfirleitt miður hollan) mat í útivistarbúðum.
Útilegusveppasúpa með fjallagrösum
Frábær máltíð sem maður myndi ekki einu sinni vera óánægður með á fínasta veitingahúsi en úti í náttúrunni, uppi á fjalli, með fallegt útsýni, við sætan læk, í góðu veðri, er bara ekkert betra!
Wagamama laxanúðlur
Margir þekkja Wagamama núðlustaðinn í London. Hann er reglulega fínn. Þeir elda ekki bara góðan mat heldur eru þeir einnig meðvitaðir um náttúru og endurvinnslu.