Kökur og eftirréttir

Síða 5 af 8

Ég nota aldrei rjóma, smjör, hvítan sykur, ger eða hvítt hveiti í bakstur. Ég nota oft lífrænt framleidd ávaxtamauk (barnamat) í staðinn fyrir smjör og nota svo kókosolíu á móti. Í staðinn fyrir hvítan sykur í bakstri nota ég Rapadura hrásykur eða sætuefni eins og agavesíróp, byggmaltsíróp, hlynsíróp, döðlur, barnamat o.s.frv. Eins og áður sagði nota ég kókosolíu sem fitugjafa en einnig nota ég mikið hnetur sem fitugjafa þar sem þar á við (eins og t.d. í kökubotna) í staðinn fyrir smjör. Hnetusmjör, möndlusmjör, cashewhnetumauk og sesamsmjör (tahini) eru allt frábærir og hollir fitugjafar. Ég reyni að miða við að nota aldrei meira en 3 mtsk af hreinni olíu í neinni kökuuppskrift NEMA í smákökuuppskriftunum en þar er nánast ómögulegt að nota minni fitu nema maður vilji að smákökurnar endi sem smákökubrauð (því þær verða svo linar og ómögulegar, eins og brauð).

Munið þó að þar sem ekki er mikil fita í kökunum þá er ekki hægt að geyma þær mjög lengi. Jóhannes hefur reyndar séð til þess að ég þurfi aldrei að hafa áhyggjur af því að þurfa að geyma kökur! Einnig má geta þess að ísarnir sem ég geri innihalda ekki rjóma, eggjarauður, hvítan sykur (eða flórsykur) eða neitt slíkt. Margir ísarnir eru meira að segja mjólkurlausir.

Það er ekki oft sem segja má um kökur að þær séu sprengfullar af vítamínum, flóknum kolvetnum, trefjum, andoxunarefnum, próteinum og hollri fitu en þannig kökur má einmitt finna hér. Sumar kökurnar eru svo hollar að þær mætti borða dag hvern í morgunmat! Ráðlagður dagsskamtur: Ein kökusneið!


Ilmandi kryddað graskerskökubrauð

Kryddað graskerskökubrauð

Þetta kökubrauð er upplagt að gera þegar maður á svolítinn afgang af graskeri því maður þarf bara 225 g af graskersmauki í uppskriftina.

Ljúffengar og kryddaðar smákökur

Kryddaðar hafra-, súkkulaði- og rúsínukökur

Ilmurinn sem kemur í eldhúsið þegar maður bakar þessar er ekki bara lokkandi heldur er eins og maður hafi labbað um allt með jólalykt í &

Hollar og góðar skonsur

Kryddaðar skonsur með þurrkuðum ávöxtum

Þetta voru fyrstu skonsur sem ég bakaði og hef bakað þær milljón sinnum síðan.

Þessir eru ægilega góðir og passlega kryddaðir

Kryddaðir appelsínu- og gulrótarmuffins

Ég fékk þessa uppskrift úr einni muffins bók sem ég á sem heitir Muffins; Fast and Fantastic.

Kryddaðir muesli muffins

Þetta er uppskrift sem ég henti saman einn sunnudagsmorguninn.

Ilmandi kryddbrauð

Kryddbrauð

Mmmmmmm þessi uppskrift er rosalega góð og brauðið er æðislegt alveg glænýtt úr ofninum og pínu klesst. Múskatið gefur sterkt og kryddað bragð.

Kúskúskaka skreytt með vínberjum, cashew hnetum og möndluflögum

Kúskúskaka með ávöxtum

Þessa köku geri ég oft (hún er af Grænum kosti og birt með góðfúslegu leyfi Sollu).

Grænar og vænar límónukökur, afskaplega hressandi og góðar

Límónu- og macadamiakökur

Macadamiahnetur minna mig alltaf á Afríku og þá sérstaklega Kenya því í hvert skipti sem ég fer þangað kaupi ég hrúgu af macadamiahnetum enda eru þær ódýrar þar.

Litlu hollustubökurnar

Litlar ávaxtabökur með carob- og cashewkremi

Það er fátt sem toppar þennan eftirrétt í hollustu. Hann inniheldur holla fitu, trefjar, prótein, vítamín, flókin kolvetni og fleira gott fyrir okkur.

Bláberjalummur, þjóðlegar og góðar

Lummur með bláberjum

Ekta góð lummuuppskrift en auðvitað holl. Það er ekkert betra en að nota fersk bláber úr berjamó!

Mango- og bananamuffins með afrískum áhrifum

Mango- og bananamuffins með pecanhnetum

Það er eitthvað undursamlegt við mango, banana og pecanhnetur. Mango er gríðarlega mikið notað í Afríku og bananar einnig.

Nammi namm mangó og kókos

Mango- og kókosís

Þessi ís er afar bragðgóður enda mjög skemmtilegt bragð sem kemur þegar maður blandar mango og kókos saman.

Kaka með kremi úr sætum kartöflum

Möndlu- og furuhnetukaka með kremi úr sætum kartöflum

Ég átti afganga af sætum kartöflum og vissi af þessari uppskrift frá hinni frægu hráfæðiskonu Nomi Shannon (úr bókinni The Raw Gourmet).

Glúteinlaus möndlukaka með bláberjabotni

Möndlu- og kókoskaka með bláberjabotni

Þessi kaka er án glúteins og er mjög einföld í smíðum. Ég fann uppskriftina á vef konu sem heitir Jeena og ég held mikið upp á.

Möndlusmákökur, glútenlausar jólasmákökur

Möndlu-, quinoa og súkkulaðibitakökur

Það er ekki oft sem maður getur stært sig af því að bjóða upp á kalkríkar og trefjaríkar smákökur en þessar eru akkúrat þannig. Smákökurnar eru jafnframt glútenlausar og einstaklega fljótlegar.

Sniðugar litlar möndlukökur með kremi

Möndlukökur með súkkulaðikremi

Möndlur eru mjög kalk- og próteinríkar og macadamiahnetur innihalda holla einómettaða fitu, trefjar og einnig innihalda þær kalk og prótein.

Svolítið ying og yang kúlur, annar helmingurinn er ljós og hinn dökkur

Möndlukúlur frá miðausturlöndum

Þetta konfekt myndi seint teljast létt. Eftir kvöldmat, með kaffinu er maður eiginlega saddur eftir hálfa svona kúlu.

Frísklegir og hollir muffinsar í morgunsárið

Morgunverðarmuffins með appelsínukeim

Þessi uppskrift er upprunalega frá Nigellu Lawson (úr How to be a Domestic Goddess) en ég er aðeins búin að hollustuvæna hana.

Orkubiti með carobkremi

Orkubiti með carobkremi

Þetta eru verulega, verulega hollir orkubitar, saðsamir, næringarríkir, fullir af vítamínum, steinefnum, hollri fitu, próteinum og flóknum kolvetnum.

Afar orkuríkir kaffihúsahnullungar og sérlega góðir

Orkuhnullungar

Þessum hnullungum svipar mikið til þeirra kaka sem fást stundum innpakkaðar í plasti á kaffihúsum.

Orkumuffins

Þessi uppskrift er dálítið tímafrek þannig að gefið ykkur góðan tíma ef þið ætlið að fara að baka hana.

Ostakaka með grísku jógúrti, pistachiohnetum og hunangi

Ostakaka með grísku jógúrti, pistachiohnetum og hunangi

Sko, þessi ostakaka hét fyrst curd ostakaka en curd er enska fyrir ysting og mér fannst ekki hægt að nefna kökuna ystingsostaköku, hljómar ekki beint girnilega.

Ostakaka með rifsberjum

Ostakaka með rifsberjasósu

Það verður eiginlega að teljast ótrúlegt að þessi uppskrift er sú fyrsta sem ég geri á ævinni sem inniheldur rifsber. Ég hef aldrei búið til rifsberjahlaup, rifsberjasultu né nokkuð annað.

Páskaegg með heimatilbúnu konfekti

Páskaegg

Ég hef stundum gert páskaegg úr súkkulaði í gegnum tíðina.

Litlar hnetukökur með cashewmauksfyllingu, sérdeilis góðar

Pecanhnetu- og cashewmaukskökur

Ferlega góðar og öðruvísi kökur sem gaman er að bjóða upp á t.d. í matar- eða saumaklúbbnum. Þær eru afar saðsamar enda fullar af hollustu.