Kökur

Síða 2 af 2

Miðað við hversu margar kökur ég baka ár hvert og miðað við hversu margar kökur ég borða ár hvert, er hreinlega magnað að ég sé í kjörþyngd (og undir meira að segja). Ég held reyndar að það sé vegna þess að kökurnar eru svo hollar og innihalda ekki tómar og gagnslausar hitaeiningar. Kökurnar eru ekki hlaðnar hvítum sykri, smjöri, rjóma, flórsykri, litarefnum eða öðru sem er óhollt. Þær innihalda hrásykur (Rapadura hrásykur sem er hráasta afbrigðið af hrásykri), agavesíróp eða hreint hlynsíróp, spelti, barnamat (ávaxtamauk), kókosolíu, hnetur, þurrkaða ávexti og fleira sem er hollt fyrir okkur. Kökurnar mínar eru þannig að hver sneið á að gefa manni góða orku. Enda eru kökurnar stútfullar af góðri orku, sérstaklega þær sem innihalda hnetur og þurrkaða ávexti, orkan í þeim gæti komið manni til tunglsins.

Það er einfalt að búa til hollar kökur og maður ætti að leggja lag sitt við að bjóða allavega upp á eina slíka t.d. í afmælum. Oft eru það reyndar kökurnar sem klárast fyrst!


Svampbotnar Freyju M.

Uppskriftin að þessum svampbotnum koma frá notanda vefjarins, konu að nafni Freyja M.