Hitt og þetta
Eins og nafnið gefur til kynna þá má finna uppskriftir hér sem falla ekki endilega undir aðra flokka. Hér má finna allt milli himins og jarðar, eins og t.d. baunaspírur, cashewhneturjóma, hollar franskar kartöflur, orkubita, nemendanasl og margt fleira. 

Majones
Þessi uppskrift kemur upprunalega frá breskri konu að nafni Eliza Acton og gaf hún uppskriftina út árið 1840. Ég bætti aðeins við uppskriftina þ.e. setti sinnepsduft, karrí og svolítið agavesíróp saman við.

Mangokarrísósa
Þessi uppskrift hentar með alls kyns mat, t.d. kjúklingi og fiski og einnig með alls kyns grænmetisréttum, helst þá af indverskum toga. Létt og góð sósa og passlega sterk!

Mangomauk (mango chutney)
Ég er svo ótrúlega montin yfir að hafa búið til mango chutney og það eitt besta mango chutney sem ég hef smakkað.

Möndlu- og agúrkusalat
Þetta salat er alveg hreint dæmalaust hollt og hreinsandi. Það er beinlínis barmafullt af vítamínum, próteinum, kalki, trefjum, steinefnum, andoxunarefnum og ég veit ekki hvað.

Morgunverður í glasi
Þessi drykkur er beint úr bókinni Innocent smoothie recipe book frá Innocent fyrirtækinu hér í London sem gerir bestu smoothie drykki í heimi (að mínu mati!!).

Muesli (eiginlega granóla)
Grunninn að þessari uppskrift fékk ég um daginn hjá Smára bróður. Hún er örlítið breytt en ekki mikið, megin uppistaðan er sú sama.

Muesli með hnetum, fræjum og þurrkuðum ávöxtum
Hrikalega hollt og heimatilbúið muesli fyrir utan að vera bæði ódýrara og betra en út úr búð (að mínu mati að minnsta kosti).

Mung baunaspírur
Þessar hefðbundnu baunaspírur sem maður kaupir t.d. í austurlenskan mat eru yfrleitt mung baunir. Það er auðvelt að láta þær spíra og þær eru afar bragðgóðar.

Orkubiti með carobkremi
Þetta eru verulega, verulega hollir orkubitar, saðsamir, næringarríkir, fullir af vítamínum, steinefnum, hollri fitu, próteinum og flóknum kolvetnum.

Orkuhnullungar
Þessum hnullungum svipar mikið til þeirra kaka sem fást stundum innpakkaðar í plasti á kaffihúsum.

Paprikumauk með svörtum ólífum
Þetta er hollt og gott mauk, tilvalið ofan á snittur í boð eða ofan á ristabrauð í hádeginu. Best er að nota matvinnsluvél eða töfrasprota til að mauka. Maukið má frysta.

Pastasósa
Þessa pastasósu geri ég gjarnan þegar ég hef nægan tíma og mig langar að dútla í eldhúsinu. Það er eitthvað svo dásamlegt að búa til sína eigin pastasósu.

Pintóbaunamauk
Þessi uppskrift er úr bókinni Grænn Kostur Hagkaupa sem er ein af mínum uppáhaldsbókum. Ég minnkaði olíumagnið aðeins og notað smávegis af eplasafa í staðinn.

Pítusósa
Þessi létta pítusósa er nú tööööööluvert hollari en hefðbundin pítusósa sem er bara eitrað kransæðakítti. Þessi pítusósa passar vel með pítubrauði, sem ídýfa eða ofan á salat.

Próteinbitar
Þessir bitar eru eingöngu hugsaðir fyrir þá sem eru að bæta á sig vöðvum eða eru í líkamsrækt og eru ekki hentugir fyri

Próteinbiti með carob
Þessir bitar eru hið fullkomna nesti í bíltúrinn, gönguna eða vinnuna. Þeir eru sætir, fullir af próteinum og kalki, andoxunarefnum og hollri fitu.

Próteinkrem
Þetta krem er EINGÖNGU hugsað fyrir þá sem eru að bæta á sig vöðvum og eru á fullu í líkamsræktinni. Það er EKKI ekki ætlað börnum (nema í samráði við lækni).

Rabarbarasulta
Mér hefur eiginlega alltaf þótt rabarbarasulta vond. Þangað til ég gerði mína eigin (svona er ég nú óþolandi he he).

Raita gúrkusósa
Þetta er sósa sem er oft notuð með indverskum mat því hún „kælir" munninn ef maður er að borða eitthvað sterkt. Þetta er líka fín ídýfa fyrir alls kyns niðurskorið grænmeti.

Raita með gúrku og myntu (jógúrtsósa)
Raita (jógúrtsósa) er algerlega ómissandi í indverskri matargerð þar sem hún „jafnar út" bragð.

Rauðrófusalat - tvær útgáfur (krydduð og sæt)
Flestir Íslendingar þekkja rauðrófusalat sem gjarnan er borið fram á jólunum eða notað ofan á rúgbrauð ásamt t.d. síld.

Salat í nestið
Mér finnst þetta salat alveg ferlega fínt í nestið. Það hefur holla fitu úr avocadoinu, trefjar og prótein í kjúklingabaununum og svo allt vítamínið úr ávöxtunum og grænmetinu.

Salat sem passar með ýmsum mat
Þetta salat er hægt að nota við ýmis tækifæri og með ýmsum mat enda létt að búa til og afskaplega litríkt og fallegt. Fullt af vítamínum!